Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 20:00

Golfvellir í Frakklandi: Paris International (4/10)

Paris International er Jack Nicklaus golfvöllur. Hann er par-72, 6119 metra af öftustu teigum.

Þetta er sívinsæll skógarvöllur, sem fær bestu einkunnir á öllum helstu miðlum sem meta golfvelli.  Hann opnaði fyrir golfleik 13. október 1991.

Klúbbhúsið á Paris International frá annarri hlið

Klúbbhúsið á Paris International frá annarri hlið

Tré umlykja brautirnar en engu að síður er völlurinn oft á tíðum „opinn.“ Þetta er fallegur völlur, sem veldur engum vonbrigðum, með margar áhugaverðar holur, sem eflaust flestöllum kylfingum nægir ekki að spila 1 sinni!

Það er greinilegt að völlurinn er hannaður af golfgoðsögn, en þeim sem líkar Jack Nicklaus velli mega ekki láta þessa perlu óspilaða!

Paris International

Frá Paris International golfvellinum.

 Upplýsingar:

Heimilisfang: 18 Route du Golf, Baillet-en-France, nr. Dormont, Ile-de-France, F-95560

Sími: 33 (0) 1 41 18 65 50 (skrifstofa, pro-shop)

Fax: : 33 (0) 1 41 18 65 91

Heimasíða: SMELLIÐ HÉR: