Hideki Matsuyama
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 03:00

Matsuyama dregur sig úr HSBC

Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama dró sig úr HSBC Champions mótinu í Shanghaí, Kína, nú rétt í þessu, vegna bakmeiðsla.

Matsuyama er nr. 28 á heimslistanum og var að spila á aðeins 2. heimsmóti sínu.  Hann var á 1 undir pari, 71 höggi á fyrsta hring á Sheshan International golfvellinum í Shanghaí í gær.

Hinn 21 árs Matsuyama hefir sigrað þrívegis á árinu og verið meðal efstu 10 m.a. í tveimur risamótum Opna bandaríska og Opna breska. Hann lék fyrir Alþjóðaliðið í Forsetabikarskeppninni í síðasta mánuði.

Matsuyama reis fyrst til frægðar þegar hann vann Asia-Pacific Amateur tvívegis sem varð til þess að hann fékk tvisvar að taka þátt í Masters risamótinu og náði niðurskurði í báðum tilvikum.