Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 20:45

Dyson svarar fyrir sig

Enski kylfingurinn Simon Dyson sendi frá sér svar við fréttatilkynningu Evrópumótaraðarinar, þar sem sagði að hann yrði að koma fyrir aganefnd vegna ásakanna um svindl á BMW Masters.

Dyson hefir nú svarað fyrir sig í gegnum umboðsskrifstofu sína ISM management company:

„Mér hefir verið gert grein fyrir ferlinu sem farið er í stað hjá túrnum vegna athafna minna á 2. hring BMW Masters í Shanghai í síðustu viku og er reiðubúinn til þess að sýna fullan samstarfsvilja við rannsóknir óháðrar aganefndar.  

Ég myndi á þessu stigi gjarnan vilja segja að ég hef aldrei viljandi brotið reglu hvort heldur er í þessu tilviki né áður. Það var aðeins eftir að mér var sýnt myndskeið af athöfn minni eftir að hafa merkt boltann á 8. flöt á 2. hring, að ég gerði mér grein fyrir hvað ég hafði gert og að það væri reglubrot. Ég sætti mig strax við að mér yrði vísað úr mótinu.

Athöfn mín var á engan hátt viljandi með ásetning að brjóta reglurnar. Það voru því miður bara óhappamistök, sem ég sé ekki eftir mér að biðjast afsökunar á og sérstaklega fyrir félögum mínum, atvinnukylfingunum og túrinn fyrir óþægindi og hneykslun sem ég hef óviljandi valdið.“