Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 19:30

Evróputúrinn: Golfboltatilfærslukeppni með kínverskum prjónum – Myndskeið

Þar sem flest mót Evrópumótaraðarinnar nú um mundir  fara fram í Kína var efnt til nokkuð nýstárlegrar keppni þ.e. hversu marga golfbolta keppendur gætu tekið upp með kínverskum prjónum úr fullri boltakörfu og fært þá yfir í aðra tóma.

Keppendur fengu 60 sekúndur.

Meðal þátttakenda var maður dagsins Rory McIlroy, en einnig Martin Kaymer, Rafa Cabrera-Bello, Lee Westwood, John Daly og einn sem stóð sig ótrúlega vel, Miguel Angel Jiménez, sem deildi sigursætinu með heimamanninum Liang Wen-Chong.

Til þess að sjá myndskeið af golfboltatilfærslukeppninni með kínversku prjónunum SMELLIÐ HÉR: