Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2013 | 16:30

LET: Hull meðal keppenda í Kína

Solheim Cup stjarnan unga, Charley Hull, verður meðal keppenda á hinu þriggja hringja Suzhou Taihu Ladies Open, sem hefst í  Suzhou Taihu International Golf Club á morgun.

Nýliðinn ungi, 17 ára,  (Hull) verður meðal 114 keppenda frá eftirfarandi mótaröðum:  LET, China LPGA og Ladies Asian Golf Tour.

Hún mun freista þess að ná 1. sigri sínum á LET eða með hennar eigin orðum:

„Augljóslega vil ég sigra eða ná enn öðrum góða árangrinum,“  sagði Charley, sem er í 9. sæti á stigalista LET, þrátt fyrir að hafa aðeins spilað í 12 mótum á árinu.

Meðal annarra keppenda í mótinu er liðsfélagi Charley í Solheim Cup, Carlota Ciganda, sem á titil að verja.