Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 07:00

GKG: Langstærsti klúbburinn í barna- og unglingastarfi

Langtíma stefnan skilar sér – GKG langstærst á Íslandi í barna og unglingastarfi.

Fjöldi u-15 í golfklúbbum á ÍslandiStefna GKG á Íþrótta og afreksstarfi hefur verið kýrskýr og er hornsteinn þeirrar fjölskyldustefnu sem klúbburinn stendur fyrir.  Á meðfylgjandi línuriti má sjá fjölda einstaklinga undir 15 ára aldri sem skráðir eru í 11 stærstu golfklúbba landsins. GKG ber höfuð og herðar yfir aðra golfklúbba varðandi þátttökufjölda barna- og unglinga. Það er jafnframt athyglisvert að samanlagður fjöldi barna í golfklúbbunum á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. GR (Reykjavík), GK (Hafnarfjörður), GKj (Mosfellsbær) og GO (Garðabær) er nánast sá sami og fjöldi barna í GKG (smellið á myndina til að stækka hana).

GKG stendur jafnframt fyrir öflugum golfleikjanámskeiðum á sumrin og þar fara í gegn um 500 krakkar á hverju ári, auk þessu eru 67 einstaklingar á aldrinum 16 – 18 ára skráðir í klúbbinn. Það eru því um 900 börn og unglingar sem nýta sér þjónustu golfklúbbsins á hverju ári!

Ástæðan fyrir þessum frábæra árangri er eins og fyrr segir fastmótuð stefna GKG varðandi barna- og unglingastarfið ásamt mjög virkri afreksnefnd sem skipuð er sjálboðaliðum. Þáttur kennara GKG vegur þó þyngst, þar er valinn maður í hverju rúmi en GKG er með þrjá útlærða PGA golfkennara þá Úlfar Jónsson íþróttastjóra, Derrick Moore afreksþjálfara og Hlyn Þór Haraldsson, þeim til aðstoðar er Haukur Már Ólafsson PGA golfkennaranemi. Á sumrin bætast fimm þjálfarar í hópinn auk 18 afrekskylfinga sem sjá um golfleikjanámskeiðin.

Þátttakendur í golfmótumMikill fjöldi barna- og unglinga skilar sér þó ekki sem skildi í mótaraðirnar en GKG er í öðru sæti á eftir GR varðandi t.d. þátttakendafjölda á Íslandsbankamótaröðinni.  Þó svo að við leggjum mikla áherslu á það í okkar starfi að börnin séu hjá okkur á sínum forsendum þá verður það engu að síður verkefni næsta árs að hvetja krakkana til að taka þátt í þeim mótaröðum sem hentar getustigi hvers og eins. Með þeim hætti kviknar vonandi neistinn sem leiðir af sér afrekskylfinga komandi kynslóðar (smellið á myndina til að stækka hana).

Höfundur: Agnar Már Jónsson
Heimild: GKG