Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2013 | 07:45

DJ leiðir á HSBC eftir 2. dag

Eftir 2. dag WGC-HSBC Champions í Shanghai í Kína hefir Dustin Johnson (DJ)tekið afgerðandi forystu.

Hann lék 2. hring á 9 undir pari, 63 höggum er er nú samtals á skori upp á 12 undir pari, 132 höggum og er með 5 högga forsytu á þá Bubba Watson, Boo Weekley og Rory McIlroy, sem eru í 2. sæti á samtals 7 undir pari, hver.

DJ fékk hvorki fleiri né færri en 10 fugla en því miður líka 1 skolla; en það frábæra: DJ var m.a með 4 fugla í röð á fyrri 9.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag WGC-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: