Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2013 | 08:00

PGA: Stuard leiðir þegar 1. hring Maykoba mótsins er frestað vegna rigningar – Compton og Quiros skammt undan

Það er Bandaríkjamaðurinn Brian Stuard, sem leiðir þegar fresta varð 1. hring OHL Classic at Mayakoba mótinu, sem hófst í gær á El Camaleon, á Playa del Carmen, Mexíkó.

Stuard er á 5 undir pari, eftir 15 leiknar holur, og í 2. sæti eru Eric Compton og Alvaro Quiros, 1 höggi á eftir, Compton eftir 17 spilaðar holur og Quiros eftir 15 spilaðar holur.

Það er því margt sem enn getur breyst en leikur hélt áfram í Mexíkó nú fyrr í morgun og verður reynt að klára 2. hring líka í dag.

Til þess að sjá stöðuna á OHL Classic at Mayakoba eftir 1. hring sem ekki tókst að klára vegna rigningar SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. hrings OHL Classic at Mayakoba SMELLIÐ HÉR: