Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2013 | 20:00

Golfvellir í Frakklandi: Chantilly (10/10)

Síðasti golfvöllurinn sem kynntur verður hér á Golf 1 í bili á Parísarsvæðinu, en „rjómagolfvöllurinn“ Chantilly (fr.: rjómi) þ.e. Vineuil golfvöllurinn, sem almennt er talinn einn allra besti golfvöllur Frakklands.

Þetta er gæðaskógarvöllur með háum trjám til beggja hliða við fremur þröngar brautir.  Það er vel þess virði að láta allt sitja og standa meðan þið eruð í Frakklandi til þess að spila þennan völl. Þetta er ekta aristókrata skógarvöllur, par-71, 6396 metra af öftustu teigum.  Hann er ekki sá ódýrasti en hringur á honum kostar € 110 (u.þ.b. 18.000 íslenskar krónur). Einungis er hægt að spila á virkum dögum, en ekki helgum.

Völlurinn er ótrúlega vel viðhaldinn og flatirnar einhverjar þær allra bestu í öllu Frakklandi, geysihraðar, eins og að vera á svelli!!!

Völlurinn er hannaður af 19. aldar golfvallarhönnuðnum Tom Simpson og hann opnaði dyr sínar fyrir kylfingum 1909, þ.e. er yfir 100 ára gamall.

Upplýsingar:

Heimilisfang: Golf de Chantilly, Allée de la Mènagerie; Chantilly, Picardie, F-60500, Frakkland

Sími: 33 (0) 3 44 57 04 43

Fax: 33 (0) 3 44 57 26 54

Pro-Shop: 33 (0) 3 44 58 26 72

Til þess að sjá heimasíðu Chantilly golfklúbbsins: SMELLIÐ HÉR: