Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2013 | 18:30

Dýr á golfvöllum: Skoti varð fyrir krókódílaárás

Skotinn Dougie Thomson, 58 ára, frá Wishaw í Lanarkshire, var ásamt 3 félögum sínum á golfferðalagi í Mexíkó, þegar hann varð fyrir árás 12 feta (4 metra) krókódíls, þar sem hann var að leika sér í golfi ásamt félögum sínum.

Sauma varð 200 spor í fótlegg og mjöðm Dougie og Dougie sjálfur telur að hann þurfi að gangast undir lýtaaðgerð.

Dougie Thomson

Dougie Thomson heppinn að vera á lífi

Félagar Dougie rifjuðu upp árásina.  Dougie hafði rétt komið bolta sínum á flöt úr glompu þegar krókódíllinn gerði skyndiárás úr runna og sökkti tönnum sínum í fótlegg Dougie og reyndi að draga hann út í vatn, sem þarna var.

Vinur Dougie, Brendan O’Hara sagði m.a.: Ég sá út undan mér að eitthvað hreyfðist úr runnunum í átt að Dougie.“

„Ég hugsaði ekkert meira um þetta þar til ég heyrði hann öskra. Ég hljóp til hans með 9-járninu mínu og byrjaði að slá krókódílinn í hausinn með því.“

Honum (krókódílnum) hafði þegar tekist að draga hann 2-3 metra í átt að vatninu.  Þegar ég hóf að slá í hann stöðvaði hann, en sleppti Dougie ekkert.“

Öskrin í Dougie og Brendan drógu athygli hinna vina þeirra, Gordon Victory og Martin Botwright, að þeim, sem flýttu sér til þeirra í golfbíl. Martin hjálpaði Brendan og sló líka til króksa með golfkylfu,  meðan Gordon, frá Edinborg, notaði golfbílinn, sem vopn.

„Það virtist taka heila eilífð að komast til þeirra ” sagði Gordon.

„Þetta var þvílíkt adrenalínkikk og ég keyrði á og yfir dýrið á golfbílnum nokkrum sinnum. Ég veit ekki af hverju – ég gerði þetta bara sjálfkrafa.“

Martin, sem er frá London sagði: „Við höfðum ekki tíma til að vera hræddir, jafnvel ekki þegar skolturinn á dýrinu var innan við meter frá okkur. Ég var nógu nærri því að finna fýluna af honum – þetta var skítug, rotin, mýrarleg lykt.“

Eftir að Gordon sló dýrið losaði króksi gripið á Dougie, sem er faðir tveggja barna.   Síðan glefsaði hann aftur til Doughie en þá voru vinirnir 3 búnir að draga hann í öryggi.

Brendan frá Belfast sagði: „Dougie var compos mentis í gegnum árásina, en á eftir varð hann fyrir sjokki. Ég gat séð beinið í fótlegg hans.“

„Það var undarlegt að enginn okkar hugsaði tvisvar um það sem var að ske. Við bara hlupum til hjálpar.“

Martin bætti við: „Ef svona stór krókódíll er á vellinum verða þeir að loka vellinum eða skjóta krókódílinn eða fá sérfræðinga til að flytja hann eitthvert annað. Þessi krókódíll gerir aðrar árásir ef hann fær tækifæri til.“

Dougie hefir hótað að fara í mál við fína Iberostar Cancun golfklúbbinn, þar sem atvikið átti sér stað en forstöðumenn klúbbsins neita sök.

Þeir sögðu að fullt af varúðarskiltum hefði verið komið upp á vellinum, þar sem varað væri við krókódílum og kylfingarnir hefðu spilað þar að eigin áhættu.  Krókódílarnir væru „sérstakur karakter“ golfvallarins.

Talsmaður klúbbsins sagði m.a.: „Okkur þykir innilega fyrir því sem kom fyrir og óskum þess að hr. Thomson nái sér fljótt. Öryggi viðskiptavina okkar, gesta og starfsmanna hefir ávallt verið og mun halda áfram að vera af fyllsta mikilvægi fyrir Iberostar.“

Dougie lét þetta ekki hafa nein áhrif á sig. Hann sagði: „Ég ætla að láta bróður minn líta á málið og fara í mál gegn Iberostar.“

„Fótleggurinn á mér er í algeru rusli. Það er bara fyrir náð Guðs, sem ég er á lífi og ég er trúleysingi. Ég vinir mínir hefðu ekki séð það sem kom fyrir mig hefði ég bara horfið.“

„Læknar mínir sögðu mér að ég verði að íhuga að fara í lýtaaðgerð. Það er djúp dæld að baka til á fótlegg mínum.“

Árásin, sem átti sér stað s.l. föstudag var 2. árásin á vellinum á nokkrum vikum.

Bandaríkjamaðurinn Edward Lunger, 50 ára,  frá New York, varð líka fyrir árás krókódíls á vellinum og voru bitnir af honum 2 fingur.  Þá héldu forstöðumenn golfklúbbsins, því fram af fullri alvöru að hann hefði verið að mata króksa á kjúklingakjöti. Sjá frétt Golf1 af atvikinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má fréttaflutning SKY Sports af krókódílaárásinni með því að SMELLA HÉR: