Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2013 | 06:30

Adam Scott leiðir á Australian Masters í hálfleik – Kuchar kominn í 5. sætið!

Adam Scott (67 66) leiðir nú þegar Australian Masters er hálfnað.  Hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 133 höggum, líkt og landi hans Nick Holman (68 65).

Forystumaður gærdagsins Nick Cullen er síðan í 3. sæti á samtals 8 undir pari, 134 höggum, líkt og landi hans Matthew Griffin.

Einn í 5. sæti er síðan nr. 8 á heimslsitanum Matt Kuchar heilum 3 höggum á eftir þ.e. á samtals 5 undir pari, 137 höggum (71 66).  Samt einkar glæsilegt hjá Kuchar sem fer úr 29. sætinu sem hann var í, í gær, í 5. sætið!

Forsetabikarsnýliði Alþjóðaliðsins, Brendon de Jonge frá Zimbabwe deilir síðan 6. sæti ásamt tveimur heimamönnum á samtals 4 undir pari, 138 höggum (68 70).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Australian Masters SMELLIÐ HÉR: