Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2013 | 17:30

Annika Sörenstam hlýtur PGA First Lady of Golf verðlaunin

Annika Sörenstam var útnefnd verðlaunahafi PGA First Lady of Golf award fyrir árið 2013, í dag, í golfþættinum “Morning Drive“ á Golf Channel.

PGA of America’s First Lady of Golf Award, sem fyrst voru afhent árið 1998, heiðrar konur sem hafa lagt mikilvægan skerf til útbreiðslu á golfleiknum.

„Það er stórt að hljóta þessi verðlaun,sérstaklega þegar litið er til þeirra kvenna sem hafa varðað veginn fyrir kvennagolfið. Þetta er mér heiður,“ sagði Sörenstam.

Forseti PGA of America, Ted Bishop,  var þarna til að afhenda verðlaunin og við það tækifæri sagði hann: „Hún (Annika, er besti kylfingur í nútíma-golfi á LPGA Tour.“

Aðrar konur sem hefir áður hlotnast heiðurinn að hljóta verðlaunin eru Barbara Nicklaus (1998), Nancy Lopez (2002), Kathy Withworth (2006) og Peggy Kirk Bell (2007).