Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2013 | 08:00

Nick Cullen leiðir e. 1. dag Australian Masters – Adam Scott í 2. sæti

Í nótt hófst á golfvelli Royal Melbourne golfklúbbsins, í Melbourne, Australian Masters golfmótið.

Eftir 1. dag er það heimamaðurinn Nick Cullen. sem leiðir á 6 undir pari, 65 höggum. Á hringnum fékk Cullen 1 örn, 6 fugla og 2 skolla.

Öðru sætinu deila nr. 2 á heimslistanum Adam Scott og Þjóðverjinn Maximilian Kiefer, en báðir léku á 4 undir pari, 67 höggum.

Forsetabikarsnýliðinn í Alþjóðaliðinu, frá Zimbabwe, Brendon de Jonge tekur líka þátt í mótinu og lék 1. hring á 3 undir pari, 68 höggum og deilir 4. sætinu með 7 heimamönnum.

Matt Kuchar er einn af fáum „útlendingum“ sem þátt tekur í mótinu, en flestir þátttakendur eru heimamenn frá Ástralíu.  Kuchar spilaði 1. hring á sléttu pari, 71 höggi og er í 29. sæti með 8 heimamönnum, þ.á.m. Geoff Ogilvy og Marc Leishman.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Australian Masters SMELLIÐ HÉR: