Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 14:00

Eiturlyf að verðmæti $11 milljóna haldlögð á golfvelli

Eru golfvellir ekki bestu staðir í heimi? Ferskur ilmur af nýslegnu grasi, gott veður og lyktin af metamfetamíni í loftinu? Bíðum aðeins! En þetta var nú raunin á Kogarah golfklúbbnum í Sydney Australia s.l. miðvikudag þegar  Tactical Operations Unit (TOU) ástralskt eiturlyfjateymi lögreglunnar, haldlagði metamfetamín að andvirði 11 milljóna bandaríkjadala á parkstæði golfvallarins. Fjórir voru handteknir og verða ákærðir fyrir að hafa eiturlyfin í fórum sínum og fyrir ólöglega eiturefnasölu. Tveir af ákærðu keyrðu að sögn hvítum flutningabíl, sem flutti um 10 kíló af „ís“ falið í sjónvarpi í hús sem var þarna nálægt, þegar þriðji maðurinn bættist í bílinn. Þeir þrír keyrðu síðan á golfvöllinn þar sem þeir voru handteknir. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 13:00

Rose og GMac gefa Rory ráð

Rory McIlroy hefir átt hræðilegt ár á golfvellinum, eins og allir vita, í ár. Hann er t.a.m. dottinn úr 1. sæti heimslistans niður í 6. sætið. En ekki bara það, hann var nr. 1 á peningalista Evrópumótaraðarinnar í fyrra, en nú er hann bara í 46. sætinu. Nú, eftir 3 spilaða hringi á DP World Championship, er hann í 8.-10 sæti af 60 þátttakendum, móti þar sem hann á titil að verja og ætlaði að slá sér upp svona í lok árs, með sigri.  7 högg munar á Rory og Henrik Stenson, sem leiðir í mótinu. Justin Rose hefir hins vegar trú á Rory. „Að vera með jafnvægi í lífinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 10:45

PGA: Karlson og Stadler efstir eftir 2. dag OHL mótsins

Robert Karlson og Kevin Stadler eru efstir og jafnir á OHL Classic at Mayakoba. Báðir eru búnir að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum; Karlson (63 67) og Stadler (67 63). Flestallir aðrir eiga eftir að ljúka keppni á 2. hring en fresta varð mótinu vegna veðurs (úrhellisrigningar) í gær. Til þess að sjá stöðuna á óloknum 2. hring OHL Classic at Mayakoba SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á OHL Classic at Mayakoba SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 10:30

Jarrod Lyle ánægður

Jarrod Lyle tekur nú þátt í fyrsta móti sínu, Australian Masters, eftir hörkubaráttu við krabbamein. Reyndar greindist hann með krabbamein (þ.e. það hafði tekið sig upp að nýju hjá honum) og varð að leggjast undir hnífinn á sama tíma og dóttir hans, Josi fæddist. Fæðingunni var flýtt svo Jarrod gæti barið fyrsta barn sitt augum áður en hann gengist undir aðgerðina.  Josi hefir reynst góður hvati fyrir Lyle að ná heilsu. Lyle er ánægður þó hann sé ekkert meðal efstu manna í mótinu nú fyrir lokahring Australian Masters. Hann er kominn aftur, hann er aftur farinn að keppa í golfi. Reyndar er Lyle í T-29, búinn að spila á samtals Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 10:00

Scott með 4 högga forystu í Ástralíu

Adam Scott var á 5 undir pari, 66 höggum á 3. hring Australian Masters og er búinn að taka afgerandi forystu, á  fremur vindasömum hring á Royal Melbourne, þar sem hann setti niður 7 fugla. Scott er nú á samtals 14 undir pari, 199 höggum (67 66 66). Í hálfleik leiddi Scott með landa sínum Nathan Holman en er nú einn í 1. sæti; reyndar hefir Scott 4 högga forystu á þá sem næstir koma: Nathan Holman, Vijay Singh, forystumann 1. dags Nick Cullen og Matthew Griffin. Einn í 6. sæti er Matt Kuchar á samtals 9 undir pari, 204 höggum (71 66 67). Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 09:30

Evróputúrinn: Stenson leiðir e. 2. dag

Það er sænski nr. 3 á heimslistanum Henrik Stenson sem búinn er að koma sér í 1. sætið í hálfleik á DP World Tour Championship. Stenson átti besta skor dagsins glæsileg 64 högg, á hring þar sem hann missti hvergi högg, fékk 8 fugla sem hann deildi jafnt niður þ.e. 4 á fyrri 9 og 4 á seinni 9. Samtals er Stenson á 12 undir pari, 132 höggum (68 64) eftir 2. hring. Í 2. sæti er forystumaður 1. dags Alejandro Cañizares, aðeins höggi á eftir þ.e á samtals 11 undir pari, 133 höggum  (66  67). Þriðja sætinu deila síðan sigurvegari Turkish Airlines Open, franski kylfingurinn Victor Dubuisson og Marcus Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2013 | 09:00

LPGA: Nordqvist, Phatlum og Ryu leiða í hálfleik í Mexíkó

Sænska Solheim Cup stjarnan Anna Nordqvist og So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu fengu báðar fugl á lokaholuna á 2. hring Lorena Ochoa Invitational á afmælisdegi gestgjafans (Lorenu Ochoa) í gær, 15. nóvember 2013 og komust þar með upp við hlið  Pornanong Phatlum frá Thaílandi, sem var forystukona 1. dags á mótinu. Nordqvist og Ryu voru á  5 undir pari,  67 höggum og eru þar með orðnar jafnar Phatlum, en allar eru þær búnar að spila á 9-undir pari, 135  höggum í Guadalajara Country Club. Nordqvist og Ryu  voru í sama ráshóp. „Mér finnst alltaf gaman að spila við Önnu,“ sagði Anna. „Við skemmtum okkur svo vel alltaf, ég elska það. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2013 | 18:00

Mickelson segir sigurinn á Opna breska stærstu stundina á ferlinum

Phil Mickelson sagði í viðtali á golfsjónvarpsþættinum Morning Drive nú í morgun að sigur hans á Opna breska í Muirfield var stærsta stundin á ferlinum, en hann er orðinn ansi langur hjá Frægðarhallarkylfingnum Phil „Þetta var stærsta og mest fullnægjandi stund ferils míns,“ sagði Mickelson um sigur sinn á Opna breska. „Ég var aldrei viss um að ég myndi sigra á mótinu.  Ég vissi alltaf að ég myndi sigra á Masters… En Opna breska hefir alltaf verið það mót sem ég hef átt í mestum vandræðum með. Sérstaklega minntist Mickelson á par-5 17. holuna, þar sem hann fékk fugl og tók forystuna rétt undir lokin, en hann rifjaði annars upp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2013 | 12:45

Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Sigurðsson – 15. nóvember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Sigurðsson. Ottó er fæddur 15. nóvember 1979 og er því 34 ára í dag. Ottó er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir æft golf frá árinu 1993, þ.e. frá 14 ára aldri.  Hann var m.a. skráður í PGA á Íslandi  og því atvinnumaður í golfi 2007-2009. Hann hefir staðið sig geysivel í fjölmörgum opnum mótum og mætti sem dæmi nefna glæsilegan sigur hans í ZO-ON mótinu 19. júní 2010, þegar hann spilaði Hvaleyrina á -5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 3 vikum áður sigraði Ottó höggleikinn á Vormóti Hafnarfjarðar og svo mætti sem dæmi nefna sigur hans á 1. maí móti GHR 2008. Ottó Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2013 | 08:30

LPGA: Phatlum leiðir e. 1. hring

Í gær hófst Lorena Ochoa Invitational  styrkt af Banamex, á golfvelli Guadalajara CC í Mexíkó. Mótið stendur dagana 14.-17. nóvember Sú sem leiðir eftir 1. hring er thaílenski kylfingurinn Pornanong Phatlum sem leiðir á 6 undir pari, 66 höggum.  Phatlum er enn að fiska eftir fyrsta sigri sínum á LPGA, en á hringnum góða fékk hún 7 fugla og 1 skolla.  Eftir hringinn sagði hún m.a.: „Nú, í dag voru púttin mín mjög góð. Leikurinn var bara fullkominn í dag.“   Phatlum bætti síðan við að þetta væri nú ekki eins og venjuleg keppni, því keppendur væru aðeins 36 (sem hljóta boð frá Lorenu Ochoa) og sagðist í framhaldinu ætla Lesa meira