Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2013 | 11:30

Sambandsslit hvað? Wozniacki með Rory í Dubai

Rory McIlroy  og kærasta hans, Caroline Wozniacki báru tilbaka allar sögusagnir í dag að þau séu ekki lengur saman þegar Wozniacki gekk fyrsta hringinn með Rory á DP World Tour Championship í Dubai.

Rory náði ekki að nýta sér frábæra byrjun þegar hann fékk 3 fugla á fystu 4 holur sínar og lauk við hringinn á 1 undir pari, 71 höggum á þessum 1. degi titilvarnar sinnar.

Þegar aðeins voru 2 holur eftir af hringnum varð Caroline hissa þegar  Royal Air Force’s Red Arrows Aerobatics Team flaug yfir 17. og 18. holurnar á vellinum og gaf frá sér dönsku fánalitina hvítt og rautt, en þetta var atriði á hátíðarhöldum á Dubai Air Show vikunni.

Caroline upplýsti að hún og Rory hefðu verið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá því um síðustu helgi.

Þau hafa m.a. skemmt sér saman í tennis og setti Caroline m.a meðfylgjandi mynd af Rory í tennis á Twitter síðu sína.

Rory í tennis

Rory í tennis

Caroline neitaði að svara spurningum um samband sitt við Rory en sagði að hún hefði þó verið í golfi með Rory fyrr í vikunni á golfvelli Els klúbbsins.

„Því miður er golfleikur minn ekkert að skána,“ sagði Caroline brosandi.

Þetta er í fyrsta sinn sem Caroline hefir sést á golfmóti með Rory frá því á the Masters í apríl þegar hún var kaddý fyrir hann í par-3 mótinu.

Caro kaddý Rory á the Masters 2013 þ.e. í par-3 mótinu

Caro kaddý Rory á the Masters 2013 þ.e. í par-3 mótinu

Fyrir 12 mánuðum síðan samþykkti Caroline treglega að láta taka myndir af sér og Rory í Dubaí augnablikum eftir að hann sigraði.  Henni fannst augnablikið tilheyra Rory einum.

Með Caroline í Dubaí er nýi þjálfarinn hennar Thomas Hogstedt  fyrrum þjálfari Maríu Sharpovu.

Samvinna Hogstedt og Wozniacki á að leiða til þess að hún vinni loks Grand Slam.

„Ég vil þróa leik minn og vinna meir en nokkru sinni,“ sagði Caroline.

„Og ég veit að ef ég legg hart að mér þá er ég leikmaðurinn, sem get unnið Grand Slam.“

Hogstedt kemur í stað pabba Caroline, Piotr Wozniacki, sem hefir verið þjálfari hennar frá upphafi.  Hann sagði m.a. um það að hætta sem þjálfari dóttur sinnar: „Nú verð ég bara pabbi og eftirlæt Carolina og þjálfaranum alla vinnuna.“

Caroline sagðist ekki ætla með Rory til Ástralíu þegar hann keppir í Emirates Australian Open. Hins vegar ætla þau skötuhjú saman til Kaliforníu þegar Rory keppir í móti Tiger eða með orðum Caro:

„Ég ætla að fara til Suður-Kalíforníu þegar Rory spilar í móti Tiger vikuna eftir að hann spilar í Sydney.“

„Það er bara of langt að ferðast til Ástralíu þar sem ég spila í the Brisbane International og Sydney fyrir the Australian Open  þannig að ég vil ekki fara í tvær ferðir til Ástralíu með svona stuttu millibili.“