Evróputúrinn: Luke Donald leiðir á Nedbank Golf Challenge þegar leik er frestað
Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald leiðir þegar leik er frestað á Nedbank Golf Challenge mótinu, sem fram fer í Gary Player CC í Suður-Afríku vegna þrumuveðurs- og eldingahættu. Það eru 30 stórstjörnur golfsins sem keppa í mótinu. Luke átti draumabyrjun, fékk fugl á 1 holuna og fylgdi honum eftir með erni á næstu holu – hann var því kominn á 3 undir eftir aðeins 2 spilaðar holur!!! Síðan fékk Luke 4 pör og var því aðeins búinn að spila 6 holur þegar mótinu var frestað tímabundið. Í 2 sæti 2 höggum á eftir honum, allir sem sagt á 1 undir pari eru: Henrik Stenson, Charl Schwartzel, Jamie Donaldsson, Gonzalo Lesa meira
Fylgist með Valdísi Þóru í Marokkó
Valdís Þóra Jónsdóttir , GL, hóf fyrir um einni klukkustund leik á rauða golfvelli Royal Golf Dar Es Salam í Rabat, í Marokkó, en hún tekur þátt í Lalla Aicha úrtökumótinu til þess að komast inn á Evrópumótaröð kvenna. Valdís Þóra átti rástíma kl. 10:00 að staðartíma. Þeim, sem komast vilja inn á lokaúrtökumótið, sem fram fer 14.-18. desember n.k. þar sem efstu keppendur hljóta kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, er skipti í tvo hópa. Valdís Þóra leikur ásamt 51 öðrum kvenkylfingi á rauða vellinum, en álíka stór hópur keppir á bláa vellinum í dag. Hóparnir skiptast síðan á um að spila vellina. Valdísi Þóru til halds og trausts er Lesa meira
Evróputúrinn: David Higgins efstur eftir 1. hring Hong Kong Open
Það er Írinn David Higgins, sem er efstur eftir 1. hring Hong Kong Open, sem hófst í nótt. Higgins lék á glæsilegum 6 undir pari, 64 höggum á hring þar sem hann var með 3 skolla og 9 fugla, á Fanling golfvellinum í Hong Kong. „Þetta var frábært,“ sagði hinn 41 árs gamli Higgins m.a. eftir hringinn. „Ég spilaði pottþétt golf frá teig að flöt og setti niður nokkur yndisleg pútt og vippaði í.“ Í 2. sæti er Ítalinn Andrea Pavan á 5 undir pari, 65 höggum og þriðja sætinu deila sjö kylfingar m.a. Englendingur Adam Gee. Guan Tianlang, 15 ára unglingurinn lék 1. hringinn á 1 yfir pari, 71 Lesa meira
NÝTT!!! Golfvellir í Kanada
Svo sem sjá má efst í hægra horni á Golf 1 vefnum eru nýir áfangastaðir Icelandair, Edmonton og Vancouver í Kanada. Þ.a.l. bjóðast kylfingum spennandi kostir að spila með auðveldari hætti golf í Kanada, en talið er að um 2000 golfvellir séu í Kanada. Þetta þýðir m.a. að jafnvel þótt kylfingar myndu spila 1 nýjan völl á hverjum degi ársins í Kanada myndi það taka 5 1/2 ár að ljúka að spila alla vellina!!! Þannig að úrval golfvalla í Kanada er mikið. Golf 1 mun nú fram að jólum kynna nokkra skemmtilega golfvelli nálægt Edmonton og Vancouver, þannig að allir kylfingar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi!!! Hér má Lesa meira
Batman golfbíll
Ef þið eruð í golfi og aðdáendur Batman þá er leitt að þurfa að segja frá því að þið hafið misst af jólagjöf ársins. Hægt hefði verið að hræða andstæðinga ykkar á golfvellinum með þessum vígalega Batman golfbíl, sem nær allt að 60 km/klst hraða, en búið er að selja hann á eBay fyrir næstum $ 20,000 (u.þ.b. 2 milljónir íslenskra króna). Framleiðslukostnaður bílsins, sem byggir á Dark Knight kvikmyndum Dan Nolan, er vel yfir 3 milljónir íslenskra króna, skv. þeim hjá eBay. Meðal útbúnaðar bílsins eru diskabremsur, stillanleg leðursæti, iPad, glasahaldarar og nokkuð hávær bílflauta. Seljandi bílsins varð að selja hann til þess að skapa meira pláss hjá sér Lesa meira
Stenson stefnir á að verða nr. 1 og sigra í risamóti
Það eru fleiri en Lee Westwood sem stefna á sigur í risamóti árið 2014. Ætli það séu ekki flestir kylfingar á stóru mótaröðunum en það eru samt ekki allir að tjá sig um það eins og Westy og nú ….. Henrik Stenson. Markmið Stenson að sögn árið 2014 er að sigra í risamóti og verða nr. 1 á heimslistanum, svo fremi sem honum tekst að halda sér ómeiddum. Frami Stenson hefir verið hreint ótrúlegur sérlega s.l. 6 mánuði; þannig varð hann efstur á peningalistum Evrópumótaraðarinnar og PGA Tour í Bandaríkjunum, á sama árinu, svo fátt eitt sér tínt til. „Risamótin eru næsta skref fyrir mig,“ sagði Stenson á blaðamannafundi í Lesa meira
Lee Westwood ætlar að bæta sig fyrir risamótin
Lee Westwood er nú búinn að fá gamla kylfusveininn sinn aftur og ver löngum stundum með sveifluþjálfaranum sínum, þar sem hann ætlar að bæta alla þætti leiks síns, þar sem hann verður á veiðum á næsta ári eftir fyrsta risamótstitli sínum. Westwood hefir náð 16 topp-10 áröngrum á árinu þar af 8 topp-3 áröngrum og hann vill gjarnan fylla risamótssigureyðuna, sem er gapandi á annars flottum ferli hans. „Að sigra á risamóti er líklega hápunkturinn á ferli hvers kylfings,“ sagði Westy, sem orðinn er 40 ára og var að hamast við að æfa sig fyrir mót Tiger, Northwestern Mutual World Challenge, þegar blaðamaður tók hann tali. Mótið hefst í dag. Lesa meira
Ogilvy segir Tiger gefa innantóm viðtöl
Fyrrum meistari Opna bandaríska Geoff Ogilvy hefir ásakað Tiger Woods um að gefa innantóm viðtöl (ens. nothing interviews) og sagði að Tiger hefði getað komið í veg fyrir nýafstaðna „svindlumræðu“ í fjölmiðlum. Ogilvy sagðist sannfærður um heilindi Tiger en var ósáttur við gagnrýni Brandel Chamblee, sem sagði að Tiger hefði farið frjálslega með golfreglurnar. Tiger íhugaði að fara í mál við Chamblee, sem gaf honum „F“ fyrir 2013 keppnistímabilið, þrátt fyrir að Tiger hafi unnið 5 sinnum. Chamblee viðurkenndi síðar að hann hefði gengið of langt þegar hann ásakaði Tiger um svindl og bar atvik Tiger saman við þegar hann svindlaði á stærðfræðiprófi. Saman með umboðsmanni sínum, Mark Steinberg, lýsti Tiger Lesa meira
PGA: Hjálpa golfstjörnur til við uppvaskið?
Nú þegar þakkargjörðarhátíðin hefir farið fram í Bandaríkjunum (28. nóvember) og jólin eru á næsta leyti hafa blaðamenn PGA Tour látið sér detta í hug að spyrja eiginkonur og vinkonur golfstjarnanna út í hátíðahaldið heima hjá þeim. Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir konurnar fyrir Þakkargjörðarhátíðina (ens. Thanksgiving): Hvað er algert „must“ að hafa á þakkargjörðarhátíðinni hjá ykkur? Hjálpar eiginmaðurinn/vinurinn við eldamennskuna eða við uppvaskið – og hversu fljótt leggur hann sig eða tekur upp sjónvarpsfjarstýringuna? AMY WILSON (eiginkona Mark): Við erum þakklát fyrir að það eru bróðir minn og mágkona sem bjóða okkur heim til sín yfir þakkargjörðarhátíðina. Allt sem við þurfum að koma með er eitt meðlætið með Lesa meira
Fyrirlestur Pierre Bechmann fv. formanns R&A á málþingi GSÍ (5/5)
Þann 22. nóvember s.l. hélt GSÍ málþing þar sem fyrsti formaður R&A frá meginlandinu, franski lögmaðurinn Pierre Bechmann hélt ítarlega, langa og góða ræðu um starfsemi R&A í 260 ár. Golf 1 hefir þegar birt hér fyrstu 4 af 5 hlutum ræðu hans og hér fer fimmti og síðasti hluti ræðu hans, sem var býsna löng í flutningi eins og segir eða tæpar 50 mínútur og e.t.v. ekki allir sem hafa náð öllu sem Bechmann vildi koma á framfæri og því farin sú leið að birta ræðuna hans í lauslegri íslenskri þýðingu, en hana má líka sjá á golfstraumi GSÍ á golf.is Bechmann setur á nýja glæru: Working for Golf Lesa meira










