Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2013 | 09:00

Stenson stefnir á að verða nr. 1 og sigra í risamóti

Það eru fleiri en Lee Westwood sem stefna á sigur í risamóti árið 2014. Ætli það séu ekki flestir kylfingar á stóru mótaröðunum en það eru samt ekki allir að tjá sig um það eins og Westy og nú ….. Henrik Stenson.

Markmið Stenson að sögn árið 2014 er að sigra í risamóti og verða nr. 1 á heimslistanum, svo fremi sem honum tekst að halda sér ómeiddum.

Frami Stenson hefir verið hreint ótrúlegur sérlega s.l. 6 mánuði; þannig varð hann efstur á peningalistum Evrópumótaraðarinnar og PGA Tour í Bandaríkjunum, á sama árinu,  svo fátt eitt sér tínt til.

„Risamótin eru næsta skref fyrir mig,“ sagði Stenson á blaðamannafundi í Gary Player Country Club, en hann er nú í Suður-Afríku, þar sem hann keppir á Nedbank World Challenge.

„Ég hef sigrað á frábærum mótum, bæði á PGA og Evrópumótaröðinni. Ég varð efstu á báðum peningalistum og hef spilað í Ryder Cup; ég hef sigrað heimsbikarinn ásamt Robert Karlson fyrir Svíþjóð og við höfum svo til náð öllu sem hægt er í leiknum, nema að sigra í risamóti.“

„Ég er 37 ára, þannig að ég á góð 3, 4, 5 ár fram undan ef mér tekst að halda mér ómeiddum og ég mun reyna ða sigra á einu af risunum.“

„Ég verð að halda áfram að vinna í leik mínum og reyna að fylgja eftir frábæru keppnistímabili. Það eru nokkrar gildrur og ég held að væntingar séu ein af þeim. Annar er tímastjórnun. Krafan annarra á tíma minn hefir líklega fimmfaldast þar til fyrir 6 mánuðum. Þegar maður er maður mánaðarins þá vilja allir fá sinn part af manni. Þetta verður ansi stressandi utan golfsins og ef maður nær ekki að hvílast og æfa sig þá endurspeglast það í leiknum. Það verður lykilatriði að passa upp á þessa þætti.“

„Mér finnst að ég geti hvaða risamót sem er ef ég spila vel.  Það sem myndi líklega hafa mestu þýðinguna fyrir mig er Opna breska. Þar sem ég er frá Evrópu þá eru Opna breska og Ryder bikars keppnin það sem ég horfði á þegar ég var að vaxa úr grasi. Það voru þau, en Augusta er líka mjög sérstakur saður. Opna bandaríska er erfiðasta risamótið og í US PGA eru sterkir keppendur.“

„Það sem er gott er að ég virðist spila besta golfið mitt við erfiðar aðstæður á erfiðum golfvöllum. Risamótin eru erfiðasta þrautin sem mætir okkur á keppnistímabilið, þannig að það er gott fyrir mig.“

Loks sagði Stenson: „Ég myndi líka elska það að verða nr. 1 á heimsolistanum. Þetta er svo sannarlega innan handar ef ég held áfram að spila eins og frá því í sumar en það verður að leggja af mörkum gott golf og það sem kemur mér þanngað er ekki að fylgjast með því sem Tiger og Adam eru að gera. Ég verð að halda áfram að gera það sem ég hef gert til að ná þessum árangri hingað til.“

Stenson hefur baráttuna fyrir 1. sætinu á heimslistanum í Gary Player Country Club í Sun City, Suður-Afríku í dag, þar sem hann er meðal stærstu stjarna meðal hinna 30 keppanda í mótinu.  Verðlaunaféð er um  $6.5 milljónir  (u.þ.b 720 milljónir íslenskra króna.)

Meðal annarra keppenda á Nedbank Challenge mótinu eru  Ernie Els, Charl Schwartzel og Louis Oosthuizen, sem og Justin Rose, Luke Donald, Sergio Garcia og Martin Kaymer.