Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2013 | 10:12

NÝTT!!! Golfvellir í Kanada

Svo sem sjá má efst í hægra horni á Golf 1 vefnum eru nýir áfangastaðir Icelandair, Edmonton og Vancouver í Kanada.

Þ.a.l. bjóðast kylfingum spennandi kostir að spila með auðveldari hætti golf í Kanada, en talið er að um 2000 golfvellir séu í Kanada. Þetta þýðir m.a. að jafnvel þótt kylfingar myndu spila 1 nýjan völl á hverjum degi ársins í Kanada myndi það taka 5 1/2 ár að ljúka að spila alla vellina!!!  Þannig að úrval golfvalla í Kanada er mikið.

Golf 1 mun nú fram að jólum kynna nokkra skemmtilega golfvelli nálægt Edmonton og Vancouver, þannig að allir kylfingar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi!!!

Hér má t.a.m. sjá grein í Golf Digest þar sem blaðamenn tímaritsins velja 30 bestu golfstaðina (af 2000!!!) í Kanada og þar lenda t.a.m. tveir Vancouver-vellir meðal topp-10, þ.e. í 3. sæti er Capillano golfvöllurinn í vestur Vancouver og síðan er það sögufrægi Shaughnessy golfvöllurinn. Golf 1 mun hefja kynningu sína á þessum einhverjum flottustu golfvöllum Kanada á morgun.

Til þess að sjá grein Golf Digest um 30 bestu golfvelli í Kanada SMELLIÐ HÉR: