Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 14:00

Fyrirlestur Pierre Bechmann fv. formanns R&A á málþingi GSÍ (5/5)

Þann 22. nóvember s.l. hélt GSÍ málþing þar sem fyrsti formaður R&A frá meginlandinu, franski lögmaðurinn Pierre Bechmann hélt ítarlega, langa og góða ræðu um starfsemi R&A í 260 ár. Golf 1 hefir þegar birt hér fyrstu 4 af 5 hlutum ræðu hans og hér fer fimmti og síðasti hluti ræðu hans, sem var býsna löng í flutningi eins og segir eða tæpar 50 mínútur og e.t.v. ekki allir sem hafa náð öllu sem Bechmann vildi koma á framfæri og því farin sú leið að birta ræðuna hans í lauslegri íslenskri þýðingu, en hana má líka sjá á golfstraumi GSÍ á golf.is 

Pierre Bechmann á Íslandi, 22. nóvember 2013. Mynd: Golf 1

Pierre Bechmann á Íslandi, 22. nóvember 2013. Mynd: Golf 1

Bechmann setur á nýja glæru:

Working for Golf investment channels

Under the „Working for Golf“ banner The R&A invests in key areas affecting the play and development of golf worldwide. These include:

* Rules governance and education

* Equipment testing and research

* Coaching

* Special needs golf

* Provision of playing equipment

* Provision of greenkeeping machinery

* Grassroots initiative

* Support for public facilities

* Professional golf

* Amateur events 

* Student golf

Bechmann: Þarna að ofan er talin öll sú vinna (R&A) sem ég er búinn að tala um þ.e.a.s reglur, stjórn og menntun. Hann les upp listann að ofan segir m.a. að R&A sjái löndum sem ekki geti keypt golfútbúnað fyrir honum, þ.e. kylfur , poka, bolta o.s.frv . Við sjáum um að þeir fá viðhaldsvélar fyrir golfvelli. Við styðjum þróun barna- og unglingastarfs um allan heim, byggingu bygginga, þ.e. æfingaaðstöðu, almenningsvelli. Við aðstoðum atvinnumenn (ég kem aftur að því), við stöndum fyrir áhugamannakeppnum, við styðjum mikið af áhugamannamótum, mörg meistaramót áhugamanna í Evrópu færu ekki fram væri það ekki fyrir stuðning R&A. Við aðstoðum námsmenn í golfi, við erum með 100 nemendur í golfi, sem við veitum á bilinu 1500 – 3000 pund hverjum. Það er ekki mikill peningur en það borgar fyrir keppnisgjöldum á keppnistímabilinu. Við vinnum, eins og ég sagði að arfleifð okkar og við vinnum að viðhaldi golfvalla og við veitum skólastyrki og menntun.

Bechmann setur á nýja glæru með myndum af kennara með nemendum í kringum sig. Bechmann: Þetta er dæmigerð kennsla á golfreglunum

Á glærunni stendur:

WORKING FOR GOLF INVESTMENT CHANNELS

* Rules, governance, education 

* Equipment testing and research

Ný glæra (kennari með litla stelpu):

* Coaching

Bechmann: Þetta er þjálfun. Hérna er David Howell í Abu Dhabi að kenna litlum krökkum hvernig eigi að spila golf.

Ný glæra:  Special needs golf

Bechmann: Það eru svo líka fötluðu kylfingarnir um allan heim.

Ný glæra: Provision of playing equipment

Bechmann: Við sjáum fyrir útbúnaði sérstaklega börnum um allan heim og

Ný glæra: Provison og greenkeeping machinery

Ný glæra: Grassroots initiatives 

Bechmann: Eitt af því mikilvæga sem við gerum er að styðja við grasrótarsamtök sem sjá um þjálfun. Við þjálfum með því að þjálfa þjálfarana.Saman með PGA unnum við að því að þjálfa þjálfara á Indlandi til þess að þeir yrðu betri. Þeir eiga því að geta séð betur um þjálfun krakkanna í landi sínu.

Ný glæra: Support for public facilities

Bechmann: Þetta var við afhendingu tékks til uppbyggingar golfvallar í Portúgal.

Ný glæra: Professional golf

Bechmann: Við styðjum LET (European Ladies Tour) umtalsvert sem og Áskorendamótaröðina.

Nýjar glærur: Amateur Golf  / Student Golf

Bechmann: Við styðjum t.a.m. við Walker Cuð sem eru Bandaríkin á móti Evrópu

Ný glæra: Heritage

Bechmann: Þetta er Bobby Jones (á mynd). Við vinnum mikið fyrir safnið, sem við styrkjum. Til þess að reyna að kaupa golfminjagripi.

Og svo að síðustu enn ein ný glæra: Advocacy for sustainability

Bechmann: Og svo að síðustu, það sem við höfum varið miklu fé í s.l. 10 ár þ.e. viðhald – þetta er verkefni og það er búið að stofna vefsíðu: www.randa.org/golfcourse management. Þetta er verðmætur hluti vinnu okkar vegna þess að hann aðstoðar beint margt fólk um allan heim.

Ný glæra:

Working for Golf Ambassadors (myndir af 3 sendiherrum golfsins)

Bechmann: Við erum með sendiherra golfs eins og Pádraig Harrington, Susann Pettersen og okkar nýjasti er Liang Wen-chong.

Þetta er það sem við gerum hjá R&A.

Það er kannski tími til að sýna þetta.

Bechmann sýnir eftirfarandi myndskeið af innsetningarathöfn sinni sem formanns R&A SMELLIÐ HÉR: 

Ég er hér af því að ég er kafteinn og maður verður það með því að slá eitt högg. Það er ekki mikið en það er högg sem slegið er undir mikilli pressu. Ég ætla að sýna ykkur frá innsetningu minni sem formanns R&A sem fór fram kl. 8 að morgni 12. september 2012,  sem hjálpaði heldur ekki.  Þetta er „Drive-in“ seremónían. Það er þó nokkuð af áhorfendum sem venjulega óska manni alls góðs en …. Þrír menn koma fram á myndvarpa. Bechmann: Þetta er undanfari minn Alastair Low, sem mun tía boltann upp. Og síðan er fallbyssan en það er hleypt af henni um leið og kylfan snertir boltann. Þið sjáið að baksveifla mín er stutt. (Hlátur þegar hleypt er af fallbyssu).  Kylfusveinarnir þurftu ekki að hlaupa langt eftir bolta minum. Kylfusveinn einn kemur með boltann aftur. Hvað geri ég síðan eftir þetta?

Ég snæði morgunverð með fv. formönnum og eiginkonum þeirra og nokkrum gestum og síðan leik ég enn hring með forvera mínum. Síðan um kvöldið er árlegur dinnerinn, þar sem ég er í rauðum jakka og allt þetta er mjög sívelíserað, en eftir það byrjar hörð vinna vegna þess að maður verður að fara í fjölda dinnera, í klúbba, afmæli klúbba, afmæli golfsamtaka ef manni er boðið. Þannig að ég fór til Ástralíu, Japan, Bangladesh, Svíþjóð, jafnvel Frakklands og í marga dinnera í Bretlandi. Og það var á s.l. vetri stund þar sem ég gisti ekki á sama stað 2 kvöld í röð. Síðan í apríl hefst mótatímabilið, með Masters þar sem á hverju kvöldi er dinner eða kokkteilveisla eða eitthvað og það er eitt sem maður verður að gera þ.e. að sofa ekki og síðan Opna bandaríska og Opna breska, siðan fór ég á 10 alþjóðleg mót á 93 dögum þar sem ég vildi styðja áhugamannamótin, maður situr sem stjórnarmaður, eða nefndarmaður en maður hefir ekki hlutverk framkvæmdaraðila, maður ákveður ekkert, maður er í grundvallaratriðum sendiherra þannig að maður verður að hegða sér vel, halda sér edrú meðan að hinir drekka, þannig að það eru töfrarnir.

Það er eitt að lokum sem mér kom til hugar þegar ég hugsaði um hversu dásamlegur leikur þetta er sem færir okkur öll saman. Ég hef notið mikilla forréttinda í lífi mínu, að fæðast í golffjölskyldu, að alast upp sem lítill krakki í golfklúbb þar sem allir voru svo góðir við okkur og mér hefir dottið í hug að hjarta og sál golfs sé golfklúbburinn. Það skiptir ekki máli hvort hann hefir 5 holur eða er eins og Congressional í Washington – Golfklúbburinn er hjarta og sál golfs.  Og hvenær sem möguleiki gefst verður að vernda og breiða út þennan golfklúbbsanda. Þetta er staður þar sem vináttur stofnast, þar sem ungir krakkar alast upp, þar sem gamlir er studdir af yngri félögum sínum eða vinum, lífstíðarvinum. Og þarna kemur saman þetta dásamlega manneskjulegt element, sem nefnist golf.

Og ég fann eitt sinn eftirfarandi umsögn sem ég ætla að deila með ykkur og er rituð af manni sem þekkir nokkuð til leiksins. Það er eitthvað á þessa leið: „Það er ekki Opna breska eða sjónvarpsútsendingarnar um vel auglýst verðlaunafé sem gefa golf gildi sitt það eru vináttuleikirnir spilaðir á heimavelli milli manna sem leggja sitt af mörkum til þess að styrkja linksana sína og hlúa að því sem þeir hafa tekið í arf, það er lífsorka leiksins. Það traust er aftur á móti fengið yngri kynslóðum í arf, ósnert og heilt. Og á þennan hátt golf perpetuates, carried along on the solid rock of loyalty and affection. Sumir klúbbar hafa sinn eiginn karakter, sem aðgreinir þá. Það eru ekki endilega gæði vallarins eða the accomodation of the building sem aðgreinir þá frá öðrum. Það er mun fremur félagsaðildin, í fortíð og nútíð og afrekaskráin yfir áratugi sem skapar hefðina.“

Og þetta var ritað af manni sem vann Opna breska 5 sinnum, Peter Thomson og ég tel að þetta sé táknrænt fyrir hvaða merkingu golf hefir, það er golfklúbbslífið og það er þess vegna sem við erum öll hér. Þakka ykkur fyrir.