Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 13:00

Golfvellir í Kanada (V): Campilano

Icelandair bjóða nú upp á beint flug til tveggja nýrra áfangastaða í Kanada: Edmonton og Vancouver og þar opnast tækifæri fyrir íslenska kylfinga til þess að spila glæsilega golfvelli Kanada. Í Kanada eru um 2000 golfvellir.  Þar af eru 233 í British Colombia og þar af eru 46 í næsta nágrenni Vancouver.  Golf 1 hefur í dag kynningu á nokkrum þessara 46 „Vancouver“ golfvalla. Í nýlegri grein Golf Digest var einn golfvöllurinn nálægt Vancouver (um 7 mílu þ.e. í 11 km fjarlægð frá miðborg Vancouver),  í Campilano Golf & Country Club  talinn 3. besti golfvöllur Kanada (af 2000!!!).  Til þess að sjá grein Golf Digest um 30 bestu golfvelli í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 11:30

PGA: Zach Johnson efstur eftir 1. hring World Challenge

Það er fyrrum Masters sigurvegarinn Zach Johnson sem leiðir á móti Tiger, World Challenge, sem hófst í gær í Sherwood CC í Thousand Oaks í Kaliforníu.   Það eru aðeins 18 keppendur í World Challenge mótinu Zach lék á 5 undir pari, 67 höggum; fékk 7 fugla og 2 skolla. Í 2. sæti er Matt Kuchar,  höggi á eftir og í 3. sæti  eru Hunter Mahan og Bubba Watson, báðir á 2 undir pari, 70 höggum. Gestgjafinn, Tiger, kemur þar á eftir í 5. sæti  á 1 undir pari, 71 höggi og í 6. sæti á sléttu pari, 72 höggum  eru 2 kylfingar: Graeme McDowell og Jim Furyk. Í 8. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 11:00

Evróputúrinn: Jbe Kruger efstur á Hong Kong Open eftir 2. dag – Guan og Daly náðu ekki niðurskurði

Jbe Kruger frá Suður-Afríku er efstur á öðru móti Evrópumótaraðarinnar þessa vikuna, Hong Kong Open. Kruger er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 133 höggum (67 66). Í 2. sæti er Stuart Manley frá Wales, höggi á eftir á samtals 6 undir pari, 134 höggum (67 67) og í 3. sæti eru Shiv Kapur frá Indlandi og Alex Cejka frá Þýskalandi, báðir á 5 undir pari, 135 höggum; Kapur (69 66) og Cejka (68 67). John Daly og 15 ára kínverski undradrengurinn Guan Tianlang komust ekki í gegnum niðurskurð, en báðir voru þeir í sama ráshóp og báðir enduðu í 106. sæti í mótinu ásamt öðrum á 6 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 10:45

Stacy Lewis efst eftir 2. dag í Dubai

Nr. 3 á Rolex-heimslistanum, Stacy Lewis leiðir í hálfleik á Omega Dubai Ladies Masters sem hófst á fimmtudaginn á Emirates golfvellinum í Dubai. Lewis er samtals búin að spila á 9 undir pari, 135 höggum (70 65). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er sænski kylfingurinn Pernilla Lindberg á samtals 8 undir pari, 136 höggum (67 69) og í 3. sæti er spænski kylfingurinn Carlota Ciganda enn öðru höggi á eftir á 7 undir pari, 137 höggum (67 70). Nokkrar náðu ekki niðurskurði en þeirra á meðal eru: Danielle Montgomery (sem var m.a. þekkt fyrir að láta taka mynd af sér í baðkeri fullu af golfboltum, sem er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 10:30

Sergio Garcia efstur eftir 1. hring Nedbank Golf Challenge

Það er spænski kylfingurinn Sergio Garcia sem er efstur eftir 1. hring Nedbank Golf Challenge, sem tókst að ljúka nú í morgun. Garcia lék á 6 undir pari, 66 höggum. Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Jamie Donaldson, Thomas Björn og Gonzalo Fdez-Castaño.  Þeir eru allir aðeins 1 höggi á eftir á 5 undir pari, 67 höggum, hver. Í fimmta sætinu eru Luke Donald og Charl Schwartzel, báðir á 68 höggum.  „Það var erfitt að einbeita sér eftir tafirnar á fimmtudeginum,“ sagði Schwartzel m.a. eftir hringinn. Í 7. sæti á 3 undir pari, 69 höggum eru verðandi fyrirliði Asíu-liðsins í EvrAsíu Cup, Thongchai Jaidee og nr. 3 á heimslistanum Henrik Stenson. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 10:00

Ernie Els minnist Nelson Mandela á Nedbank Golf Challenge

Í gær bárust þau hryggilegu fréttir frá Suður-Afríku að Nelson Mandela hefði látist 95 ára að aldri. Hann lifði langa ævi. Í gær hófst einnig Nedbank Golf Challenge mótið – þar sem 30 stórstjörnur golfíþróttarinnar keppa sín á milli.  Mótinu var frestað í gær vegna þrumu, eldinga og úrkomu. Rétt áður en mótið hófst að nýju hélt Ernie Els tölu, þar sem hann minntist Nelson Mandela. Els sagði m.a.: „Þetta er mjög sorglegur dagur. Mjög sorglegur fyrir Suður-Afríku og reyndar heiminn allan. Við höfum misst einn af íkonum meðal forystumanna okkar tíma. Það er ekki hægt að segja neitt slæmt um manninn. Hann barðist fyrir það sem hann trúði á, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 09:30

Dyson fékk skilorðsbundið leikbann

Simon Dyson fékk 2 mánaða leikbann í gær fyrir brot sitt á BMW Masters s.l. þar sem hann lagfærði takkafar í púttlínu sinni á 8. flöt. Leikbannið var jafnframt skilorðsbundið þannig að ekki kemur til þess, nema Dyson brjóti golfreglurnar aftur næstu 18 mánuði. Jafnframt var komist að þeirri niðurstöðu um engan ásetning Dyson til brotsins hafi verið að ræða. Dyson var hins vegar sektaður um £30,000  (u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna) og gert að greiða  £7,500 í málskostnað (u.þ.b. 1,5 milljónir íslenskra króna).  Á síðasta keppnistímabili græddi Dyson meira en £335,000 (60 milljónir íslenskra króna í mótum Evrópumótaraðarinnar) þannig að sekting ásamt kostnaði er u.þ.b. tíund af innkomu hans. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 09:00

Úlfar lætur af störfum sem landsliðsþjálfari

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt stjórn GSÍ að hann óski eftir að láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Í yfirlýsingu sem Úlfar sendi frá sér kemur fram eftirfarandi; „Ég tel þetta réttan tímapunkt fyrir mig að stíga til hliðar úrlandsliðsþjálfarastöðunni. Ég kom að gerð afreksstefnu sambandsins og hef unnið í tvö ár að innleiðingu hennar og tel að landsliðsmálin séu í góðum farvegi og spennandi tímar framundan. Hinsvegar gegni ég einnig stöðu íþróttastjóra GKG og þó svo að gengið hafi að mestu leyti vel að sameina þetta tvennt, þá er umfang beggja starfa of mikið til að sinna með góðu móti. Það er heiður að fá að starfa sem landsliðsþjálfari og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2013 | 16:00

Valdís Þóra á 5 yfir pari og í 14. sæti eftir 1. dag í Marokkó

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL er í baráttunni um sæti í lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna. Hún fresitar þess að verða 2. kvenkylfingurinn til þess að spila á Evrópumótaröð kvenna – LET (Ladies European Tour) – en eini íslenski kylfingurinn, sem spilað hefir á LET hingað til er Ólöf María Jónsdóttir, GK. Eftir 9 holu leik var Valdís Þóra á 2 yfir pari, 38 höggum;  fékk 2 fugla og 4 skolla.  Á seinni 9 gekk ekki eins vel en þá fékk Valdís Þóra skramba á par-4 11. holuna og þar að auki skolla á 16. holuna og tókst ekki að taka neitt tilbaka. Eftir 1. dag er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2013 | 15:30

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Elsa Jónsdóttir – 5. desember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Elsa Jónsdóttir. Stefanía Elsa er fædd 5. desember 1996 og því 17 ára í dag. Hún er afrekskylfingur Golfklúbbs Akureyrar. Árið 2012 hlaut Stefanía Elsa m.a. heiðursnafnbótina Fyrirmyndarkylfingur GA.  Stefanía Elsa keppti á Íslandsbankamótaröðinni í ár með góðum árangri. Þannig er hún t.a.m. í 10. sæti á stigalista GSÍ í stúlknaflokki 2013. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Stefania Elsa Jónsdóttir (17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Helen Dettweiler, f. 5. desember 1914 – 13. nóvember 1990;  Beverly Hanson, 5. desember 1924 (89 ára); Lanny Wadkins, Lesa meira