Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2013 | 08:00

Lee Westwood ætlar að bæta sig fyrir risamótin

Lee Westwood er nú búinn að fá gamla kylfusveininn sinn aftur og ver löngum stundum með sveifluþjálfaranum sínum, þar sem hann ætlar að bæta alla þætti leiks síns, þar sem hann verður á veiðum á næsta ári eftir fyrsta risamótstitli sínum.

Westwood hefir náð 16 topp-10 áröngrum á árinu þar af 8 topp-3 áröngrum og hann vill gjarnan fylla risamótssigureyðuna, sem er gapandi á annars flottum ferli hans.

„Að sigra á risamóti er líklega hápunkturinn á ferli hvers kylfings,“ sagði Westy, sem orðinn er  40 ára og var að hamast við að æfa sig fyrir mót Tiger, Northwestern Mutual World Challenge, þegar blaðamaður tók hann tali. Mótið hefst í dag.

„Fókusinn hjá mér á næsta ári er að vinna í öllu og bara að reyna að bæta hvern þátt í leik mínum. Það er það sem maður verður að plana og halda áfram að gera.“

„Sveiflan mín hefir ekki verið í lagi allt árið, í alvörunni og ég hef bara verið að flumbrast um golfvöllinn. Þetta er nokkuð sem ég ætla mér að vinna í nú í vetur,“ sagði Westy m.a., sem þekktur er fyrir gæði boltaslátts síns.