Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 16:00

PGA: Hjálpa golfstjörnur til við uppvaskið?

Nú þegar þakkargjörðarhátíðin  hefir farið fram í Bandaríkjunum (28. nóvember)  og jólin eru á næsta leyti hafa blaðamenn PGA Tour látið sér detta í hug að spyrja eiginkonur og vinkonur golfstjarnanna út í hátíðahaldið heima hjá þeim.   Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir konurnar fyrir Þakkargjörðarhátíðina (ens. Thanksgiving): Hvað er algert „must“ að hafa á þakkargjörðarhátíðinni hjá ykkur? Hjálpar eiginmaðurinn/vinurinn við eldamennskuna eða við uppvaskið – og hversu fljótt leggur hann sig eða tekur upp sjónvarpsfjarstýringuna?

AMY WILSON (eiginkona Mark): Við erum þakklát fyrir að það eru bróðir minn og mágkona sem bjóða okkur heim til sín yfir þakkargjörðarhátíðina. Allt sem við þurfum að koma með er eitt meðlætið með hátíðarmatnum og við munum gera okkar besta að borða mikið hjá þeim. Uppáhald Mark er réttur úr púðursykur, sykurpúðar og sætar kartöflur.  Uppáhaldsrétturinn minn er kalkúnafyllingin. (Mark þarf ekki að vaska upp né hjálpa til við eldamennskuna.

ERIN WALKER (eiginkona Jimmy): Jimmy er meistari í að djúpsteikja kalkúninni!  Ég hafði aldrei áður snætt djúpsteiktan kalkún fyrr en við kynntumst og ég flutti til Texas og nú er ég rétttrúnaðarkona – það er engin önnur leið að borða kalkún.

MEGAN GORE (eiginkona  Jason): Við eldum alltaf tvo kalkúna einn bakaðan í ofni og annan djúpsteiktan. Jason sér um djúpsteikta kalkúninn og hann er alltaf betri. Á hverju ári er eitthvað djúpsteikingar vesen. Eitt árið fór djúpsteikingargræjan ekki í gang, á næsta ári varð feitin ekki heit og einu sinni í húsi sem við tólkum á leigu, fór allt rafmagnið þegar komið var að djúpsteikingu vegna þess að ég setti hárblásarann af stað. Ég og Jason eldum saman og við erum venjulega með ákveðið þakkargjörðarhátíðar þema á hvreju ári, allt frá gjöfum til gesta. Þakkargjörðarhátíðin er uppáhaldsvikan okkar þegar við skemmtum okkur og gerum vel við okkur í mat.

JENNIFER STALLINGS (eiginkona Scott): Á þakkargjörðarhátíðarborðinu verður einfaldlega að verða bananabúðingur. Það er uppáhald Scott og hann hjálpar til við eldamennskuna. Á nokkrum síðustu árum hefir hann séð um kalkúninn. Hann er mjög stoltur af stóra græna eggs kalkúnanum sínum. Hann tekur mjög fljótlega upp sjónvarpsstýringuna eftir að ég leyfi honum það.

KATE ROSE (eiginkona Justin): Sem Bretar þá höldum við þakkargjörðarhátíðina fremur sem hugmynd til þess að vera þakklát heldur en af sögulegum ástæðum. Ég verð að viðurkenna að við eigum alveg eftir að bjóða til þakkargjörðarhátíðarmálsverðar, þar sem nágrannar okkar í Lake Nona hafa hingað til séð um þá hlið og við tökum þátt í bandarísku hátíðarhöldunum.

AMANDA BYRD (eiginkona Jonathan): Blóm og the NEST graskers kerti eða hvaða kerti sem er frá  Polo Ralph Lauren Candle. Jonathan hefir af og til djúpsteikt kalkún sem er alltaf skemmtilegt og krakkarnir mínir geta ekki beðið  eftir að horfa á Macy’s Day Parade (í sjónvarpinu)! Þeir eru hljóðir og sitja og horfa frá upphafi til loka! Við skiptumst á að halda hátíðina með fjölskyldu minni og fjölskyldu Johnathan. Þegar við höldum þakkargjörðarhátíðina með fjölskyldu minni erum við alltaf með  „turkey bowl“fótboltaleik með öllum frænkum mínum og frændum og krökkunum líka. Við erum með leikbúninga og allt!!!

DEANNA PETTERSSON (eiginkona Carl): Dressingurinn. (EKKI Stuffing og já það er munur) Stuffin fer inn í fuglinn bird, Dressing er búinn til á pönnu. Carl hjálpar til með yfirstjórnina og vill gjarnan smakka – að öðru leyti finnst mér betra að hann sé ekki í eldhúsinu.  Tveimur mínútum eftir matinn leggur hann sig … nema hann geti lagt sig fyrr.

ALLISON BROWN (eiginkona Scott): Dressing-ur ömmu verður að vera í þakkargjörðarmálsverðinum. Það er alltaf gaman að búa hann til vegna þess að mamma, frænka mín og ég smökkum til þess að sjá hvort við höfum notað nóg af salvíu. Uppskrift ömmu gerir ráð fyrir „einum sem hjálpar og 3 matarskeiðum.“ Scott djúpsteikir kalkúninn á þakkargjörðarhátíðinni. Pabbi kylfusveinsins hans, Hr. Hughley kenndi honum að gera það. Og trúið mér Scott er með bandaríska ruðningsboltann á allan daginn!

HEATHER CRANE (eiginkona Ben): Uppáhaldsrétturinn okkar er trönuberja brauð réttur sem mamma klippti úr dagblaði í Oregon áður en ég fæddist. Ég og systir mín höldum áfram að elda þennan rétt í fjölskyldum okkar og getum ekki ímyndað okkar þakkargjörðarhátíðina án hans! Rétturinn er heitur og fljótandi og það er hægt að búa til sykursósu til að hella yfir rétt áður en hann er snæddur – þetta er svo sannarlega lekkert! Ben hjálpar til í eldhúsinu. Á síðasta ári elduðum við kalkún í fyrsta sinn. Hann hafði gaman af því að stinga í kalkúninn með smjörsprautunni. Hann er ekkert mikið fyrir að taka til í eldhúsinu en hann elskar að leggja á borðið og hann er pro í að skera kalkúninn!

COURTNEY STREELMAN (eiginkona Kevin): Það hreinlega verður að horfa á ruðningsbolta á þakkargjörðarhátíðinni heima hjá okkur. Kannski ekki meðan borðað er en við elskum þessa löngu ruðningsbolta helgi. Kevin sér að mestu um uppvaskið (hann er stoltur af því að vaska upp) og ég reyni að ná fjarstýringunni til þess að það verði horft sem mest á ruðningsboltann.

DOWD SIMPSON (eiginkona Webb): Trönuberjasósan!!!!!!!! Það er meira eftirréttur en meðlæti. Ég bý sósuna til úr trönuberjum og eplum og síðan set kanil/hafra-„crumble“ ofan á. Ég gæti auðveldlega búið þetta til allt árið en þá væri ekkert til að hlakka til, þannig að það að borða þennan rétt hefir orðið eitthvað sértakt á þakkargjörðarhátíðinni. Webb er svo sætur! Ég hata að vaska upp. Það er það sem mér finnst minnst gaman af. Þannig að við borðum af pappadisum og það verður súper-auðvelt þannig eða hann raðar í uppvöskunarvélina fyrir mig. Ég er ein af 5 systkinum og hann einn af 6 þannig að það er allt of mikið um að vera með fjölskyldu, frændum og smábörnum til þess að horfa á meira en 5 mínútr hér og þar á sjónvarpið eða 6 mínútur af ruðningsboltanum.