Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2013 | 10:30

Evróputúrinn: David Higgins efstur eftir 1. hring Hong Kong Open

Það er Írinn David Higgins, sem er efstur eftir 1. hring Hong Kong Open, sem hófst í nótt.

Higgins lék á glæsilegum 6 undir pari, 64 höggum á hring þar sem hann var með 3 skolla og 9 fugla, á Fanling golfvellinum í Hong Kong.

 „Þetta var frábært,“ sagði hinn 41 árs gamli Higgins m.a. eftir hringinn. „Ég spilaði pottþétt golf frá teig að flöt og setti niður nokkur yndisleg pútt og vippaði í.“

Í 2. sæti er Ítalinn Andrea Pavan á 5 undir pari, 65 höggum og þriðja sætinu deila sjö kylfingar m.a. Englendingur Adam Gee.

Guan Tianlang, 15 ára unglingurinn lék 1. hringinn á 1 yfir pari, 71 höggi og deilir sem stendur 69. sætinu með 18 öðrum kylfingum. Meðspilarar Guan í dag Thorbjörn Olesen lék á 1 undir pari 69 höggum og er T-27 og John Daly átti afleitan hring, lék 8 yfir pari, 78 höggum og er nánast örugglega búinn að spila sig úr mótinu; er T-133. Keppendur eru alls 138 þannig að Guan verður að halda vel á spöðunum á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurð!!!

Til þess að sjá heildarstöðuna eftir 1. dag Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: