Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2013 | 13:00

Evróputúrinn: Luke Donald leiðir á Nedbank Golf Challenge þegar leik er frestað

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald leiðir þegar leik er frestað á Nedbank Golf Challenge mótinu, sem fram fer í Gary Player CC í Suður-Afríku vegna þrumuveðurs- og eldingahættu.  Það eru 30 stórstjörnur golfsins sem keppa í mótinu.

Luke átti draumabyrjun, fékk fugl á 1 holuna og fylgdi honum eftir með erni á næstu holu – hann var því kominn á 3 undir eftir aðeins 2 spilaðar holur!!!

Síðan fékk Luke 4 pör  og var því aðeins búinn að spila 6 holur þegar mótinu var frestað tímabundið.

Í 2 sæti 2 höggum á eftir honum, allir sem sagt á 1 undir pari eru: Henrik Stenson, Charl SchwartzelJamie Donaldsson, Gonzalo Fdez-Castaño, Brendon de Jonge og Ryan Moore

Til þess að sjá stöðuna á Nedbank Golf Challenge mótinu á 1. degi SMELLIÐ HÉR: