Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 20:00

Ogilvy segir Tiger gefa innantóm viðtöl

Fyrrum meistari Opna bandaríska Geoff Ogilvy hefir ásakað Tiger Woods um að gefa innantóm viðtöl (ens. nothing interviews) og sagði að Tiger hefði getað komið í veg fyrir nýafstaðna „svindlumræðu“ í fjölmiðlum.

Geoff Ogilvy

Geoff Ogilvy

Ogilvy sagðist sannfærður um heilindi Tiger en var ósáttur við gagnrýni Brandel Chamblee, sem sagði að Tiger hefði farið frjálslega með golfreglurnar.

Tiger íhugaði að fara í mál við Chamblee, sem gaf honum „F“ fyrir 2013 keppnistímabilið, þrátt fyrir að Tiger hafi unnið 5 sinnum.

Chamblee viðurkenndi síðar að hann hefði gengið of langt þegar hann ásakaði Tiger um svindl og bar atvik Tiger saman við þegar hann svindlaði á stærðfræðiprófi.

Saman með umboðsmanni sínum, Mark Steinberg, lýsti Tiger yfir að „boltinn væri hjá Golf Channel (vinnuveitanda Chamblee)“ og hafa margir túlkað það sem svo að Tiger vildi að sjónvarpsstöðinn ávítaði Chamblee eða ræki hann.

Nú hefir sem sagt Ogilvy sagt meiningu sína á þessu:

„Afleiðingarnar fyrir Brandel voru…. ósanngjarnar,“ skrifaði Ogilvy í Golf World. „Meðan að hann notaði mál sem var, á sumum stöðum, of groddalegt fyrir minn smekk, þá er meginreglan um að hann geti deilt með okkur sérfræði mati sínu of mikilvægt til þess að hægt sé að brjóta á því.“

„Þetta á að vera alveg ljóst: hann er ekki ráðinn til þess að gefa okkur staðreyndir; hann er þarna til þess að gefa okkur skoðun sína. Það ætti að leyfa honum að gera það. Það er það sem pirraði mig mest í öllu þessu máli; það er hugmyndin að einhver í fjölmiðlunum ætti ekki að fá að tjá meiningu sína.  Það fer ekki vel í mig.“

Það verður forvitnilegt að sjá hvort Tiger gefur Golf Channel viðtal í móti hans World Challenge þessa vikuna í Kaliforníu. Tiger er einn styrktaraðila mótisins en tekjur af því renna til góðgerðarmála og Golf Channel er einn af fjölmiðlum sem verða á staðnum að fylgjast með.

Í Turkish Airlines Open var Golf Channel meinað um viðtal við Tiger.

Ogilvy finnst að slíkt fjölmiðlabann séu mistök. „Mikið af því sem gekk á milli Tiger og Brandel hefði mátt forðast ef Tiger hefði gefið skýr svör við spurningum – í alvöru viðtölum ekki innantómum viðtölum („nothing interviews.“

„Ímyndið ykkur hversu skýrar allt myndi vera ef hann hefði sest niður eftir Masters, the Players eða BMW Championship og farið í gegnum hvað nákvæmlega átti sér stað og hverjar hans skoðanir væru á því.“

Síðan eru uppákomurnar í kringum víti sem Tiger hefir fengið í mótum á árinu. Ogilvy rekur tvö tilvik. Í örðu þeirra The Players fékk Tiger ekki víti eftir að hafa droppað á rangan máta að mati margra eftir að hann sló teighögg sitt í vatn.

Í byrjun árs komst Tiger ekki í gegnum niðurskurð á Abu Dhabi Championship  vegna þess að hann fékk 2 högg í víti fyrir að droppa ólöglega. Í bæði tilvikum var Tiger undir smásjá, en það er það sem Ogilvy finnst fylgja því að vera topp kylfingur.

„Kannski eru kylfingar á túrnum ofdekraðir. Vegna þess að við erum spilltir af dekri á svo mörgum sviðum lífs okkar þá erum við kannski með óraunhæfar væntingar þegar kemur að fjölmiðlum,“ skrifaði Ogilvy. „Almennt séð væri betur fyrir okkur komið ef við værum ekki svona dýrmætir eins og kannski virðist á skjánum  ….. mér líkar við það að fjölmiðlar í öllum formum séu til þess að gera leikmenn ábyrga fyrir gerðum sínum.“

„Blaðamenn og sjónvarpsstöðvar ættu ekki aðeins að vera klappstýrur. Það er of mikið af því í golfi í augnablikinu, ef alls heiðarleika er gætt. Og ekki nándar nógu mikið af ósvikinni hreinskilni.“