Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 17:55

Hver er kylfingurinn: George Coetzee?

George Coetzee frá Suður-Afríku sigraði nú í dag á Joburg Open. Þetta er í 1. sinn sem Coetzee sigrar á móti Evrópumótaraðarinnar en í beltinu á hann 4 sigra á Sólskinstúrnum Suður-Afríska og 1 sigur á Gary Player Challenge ásamt öðrum eða alls 6 sigra sem atvinnumaður nú í dag! En hver er kylfingurinn George Coetzee? George William Coetzee fæddist 18. júlí 1986 í Pretoríu í Suður-Afríku og er því 27 ára.   Hann byrjaði að spila golf 10 ára og vann fyrsta unglingamótið sem hann tók þátt í var á 49 höggum á 9 holum. Coetzee varð í 4. og 8. sæti á Callaway Junior World Championship í San Diego, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 16:55

PGA: DA Points vísað úr mótinu á Pebble Beach vegna svampbolta – Myndskeið

DA Points var vísað úr AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótinu, vegna þess að hann setti svampbolta undir handarkrikann á sér þegar hann tók nokkrar æfingasveiflur á teig í mótinu. Það brýtur gegn reglu 14-3, sem bannar kylfingum að nota hjálpar- æfinga eða óvenjulegan útbúnað við keppnir. Sjá má myndskeið af atvikinu með því að SMELLA HÉR:  DA Points hafði ekki hugmynd um að hann hefði verið að brjóta reglu, sagði hann í viðtali við Golf Channel. „Við stóðum bara þarna á teig. Það var kalt og það rigndi,“ sagði Points. „Ég náði í boltann og tók nokkrar æfingasveiflur og var bara að reyna að hita upp. Mér var tjáð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Rossi ——— 9. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er  Anna Rossi, en hún er ítölsk og spilar á LET. Anna fædd í Treviso á Ítalíu, 9. febrúar 1986 og er því 28 ára í dag. Meðal áhugamála hennar eru að hlusta á tónlist,  fara í ræktina og í verslunarleiðangra. Anna byrjaði að spila golf 12 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á það. Hún gerðist atvinnumaður í golfi 25. nóvember 2006. Besti árangur hennar á Evrópumótaröðinni er T-7 árangur á Open de Portugal árið 2007. Árið 2009 var besti árangur hennar T-16 á Opna ítalska – hún fór aftur í Q-school og hlaut kortið sitt 2010. Árið 2011, var besti árangur hennar 21. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 15:42

Bandaríska háskólagolfið: Ari, Theodór og golflið Arkansas Monticello sigraði á Southern Arkansas Dual

Laugardaginn 1. febrúar s.l. kepptu þeir Ari Magnússon, GKG og Theódór Karlsson, GKJ,  ásamt háskólaliði sínu, Arkansas Monticello í Southern Arkansas Dual. Viðureignin fór fram við Mystic Creek í Arkansas. Þetta var liðakeppni og kepptu kvenna- og karlagolflið Arkansas Monticello við Southern Arkansas háskólann um Arkansas Challenge Cup. Þetta var opnunarmót Arkansas Monticello í vor og í fyrsta sinn sem keppt var um framangreindan bikar. Svo fór að lið þeirra Ara og Theodórs sigraði naumlega með 1 höggs mun.  Kvennalið Arkansas Monticello tapaði fyrir liði Southern Arkansas. Þeir Ari (82) og Theodór (83) voru í 4. og 5. sæti af liði Arkansas Monticello í einstaklingskeppninni. Samanlagt skor kvenna-og karlaliða  1. Arkansas-Monticello: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn við keppni í Kaliforníu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest hefja í dag keppni í Palos Verdes CC í Kaliforníu á Northrop Grumman Challenge. Mótið stendur daganna 9. – 11. febrúar 2014. Þátttakendur eru 88 frá 16 háskólum. Ólafía Þórunn fer út með þeim síðustu kl. 10:18 að staðartíma (þ.e. kl. 18:18 að íslenskum tíma en þau í Kaliforníu eru 8 tímum á eftir okkur 🙂 ) Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar og golfliðs Wake Forest með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 14:25

Evróputúrinn: George Coetzee sigraði á Joburg Open

Það var heimamaðurinn George Coetzee, sem sigraði á Joburg Open. Hann lék á samtals 19 undir pari, 268 höggum (65 68 69 66).  Þetta er fyrsti sigur Coetzee á Evróputúrnum enn hann hefir sigrað 4 sinnum áður á Sólskinstúrnum og 5 sinnum alls sem atvinnumaður. Coetzee er fæddur 18. júlí 1986 og er því 27 ára. Þrír kylfingar deildu 2. sætinu heilum 3 höggum á eftir Coetzee: Englendingurinn Tyrrell Hatton, Jin Jeong frá Suður-Kóreu og heimamaðurinn Justin Walters. Heimamaðurinn Thomas Aiken, sem leiddi fyrir lokahringinn rann niður skortöfluna í 5. sæti, sem hann deildi með 3 öðrum kylfingum,  eftir vonbrigðalokahring upp á 74 högg. Skotinn og „nýliðinn“ á Evróputúrnum Alastair Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 13:40

Champions Tour: Allen enn í forystu á Allianz

Michael Allen er enn í forystu á 2. degi Allianz Championship á Boca Raton í Flórída. Hann er samtals búinn að spila á 15 undir pari 129 höggum (60 69). Fast á hæla honum aðeins 1 höggi á eftir eru þeir Scott Dunlap og Chien Soon Lu, báðir sem sagt á samtals 14 undir pari, hvor. Enn öðru höggi á eftir í 4. sæti er Duffy Waldorf og síðan deila þeir Jay Haas og Tom Lehman 5. sæti enn öðru höggi á eftir. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Allianz Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Allianz Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 13:30

GMac með högg 3. dags á Pebble Beach

GMac (Graeme McDowell) frá Norður-Írlandi hefir ekkert gengið neitt sérstaklega vel á AT&T National Pebble Beach Pro-Am, það sem af er keppni. Hann er sem stendur í 39. sæti ásamt 13 öðrum kylfingum, samtals á 1 undir pari, 214 höggum (71 71 72) og eiginlega í næstneðsta sæti af þeim sem komust í gegnum niðurskurð. Það dugar einfaldlega ekki til sigurs lengur á PGA að vera með 3 hringi rétt yfir 70.  Sá sem er í efsta sæti Jimmy Walker er þannig búinn að spila alla 3 hringina undir 70 þ.e. á samtals 202 höggum 66 69 og 67 og er GMac heilum 12 höggum á eftir og þykir ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 13:00

Um sigur Cheyenne Woods

Cheyenne Woods , vinkona og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, í Wake Forest vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni fyrr í dag, þegar hún átti 2 högg á Minjee Lee í efsta sæti á Volvik RACV Ladies Masters í Queensland, Ástralíu. Fyrir sigurinn fær Cheyenne ekki aðeins $ 57.000,- (þ.e. rúmar 6 milljónir íslenskra króna) heldur fær hún 2 ára undanþágu á LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna. Cheyenne virtist vera með kökk í hálsinum þegar hún hélt sigurræðuna en hún sagði m.a.: „Það hefir verið frábært að spila á Evrópumótaröðinni þetta s.l. ár. Ég hef séð til allra þessara frábæru leikmanna og spilað við liðsmenn Evrópu í Solheim Cup …. að geta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 10:30

PGA: Walker efstur fyrir lokahringinn á Pebble Beach

Jimmy Walker er efstur fyrir lokahringinn á AT&T Natioanal Pebble Beach Pro-Am. Hann er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 202 höggum (66 69 67) og hefir 6 högga forskot á þá Hunter Mahan og Tim Wilkinson, sem næstir koma. Allir spiluðu þeir Monterey Peninsula í gær. Einn í 4. sæti er síðan Richard E. Lee á samtals 6 undir pari og síðan koma 6 kylfingar í 5. sæti allir á samtals 5 undir pari, þ.e. 8 höggum á eftir Jimmy Walker.  Meðal þeirra sem deilir 5. sætinu er Phil Mickelson. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag AT&T Natioanal Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR:  Til þess að Lesa meira