Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn við keppni í Kaliforníu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest hefja í dag keppni í Palos Verdes CC í Kaliforníu á Northrop Grumman Challenge.

Mótið stendur daganna 9. – 11. febrúar 2014. Þátttakendur eru 88 frá 16 háskólum.

Ólafía Þórunn fer út með þeim síðustu kl. 10:18 að staðartíma (þ.e. kl. 18:18 að íslenskum tíma en þau í Kaliforníu eru 8 tímum á eftir okkur 🙂 )

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar og golfliðs Wake Forest með því að SMELLA HÉR: