Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 10:30

PGA: Walker efstur fyrir lokahringinn á Pebble Beach

Jimmy Walker er efstur fyrir lokahringinn á AT&T Natioanal Pebble Beach Pro-Am.

Hann er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 202 höggum (66 69 67) og hefir 6 högga forskot á þá Hunter Mahan og Tim Wilkinson, sem næstir koma.

Allir spiluðu þeir Monterey Peninsula í gær. Einn í 4. sæti er síðan Richard E. Lee á samtals 6 undir pari og síðan koma 6 kylfingar í 5. sæti allir á samtals 5 undir pari, þ.e. 8 höggum á eftir Jimmy Walker.  Meðal þeirra sem deilir 5. sætinu er Phil Mickelson.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag AT&T Natioanal Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á AT&T Natioanal Pebble Beach Pro-Am SMELLIÐ HÉR: