Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 13:30

GMac með högg 3. dags á Pebble Beach

GMac (Graeme McDowell) frá Norður-Írlandi hefir ekkert gengið neitt sérstaklega vel á AT&T National Pebble Beach Pro-Am, það sem af er keppni.

Hann er sem stendur í 39. sæti ásamt 13 öðrum kylfingum, samtals á 1 undir pari, 214 höggum (71 71 72) og eiginlega í næstneðsta sæti af þeim sem komust í gegnum niðurskurð.

Það dugar einfaldlega ekki til sigurs lengur á PGA að vera með 3 hringi rétt yfir 70.  Sá sem er í efsta sæti Jimmy Walker er þannig búinn að spila alla 3 hringina undir 70 þ.e. á samtals 202 höggum 66 69 og 67 og er GMac heilum 12 höggum á eftir og þykir ekki til stórræðnanna í kvöld.

GMac spilaði hins vegar Pebble Beach golfvöllinn fræga í gær á 3. hring og átti högg dagsins, setti boltann innan við meter frá stöng á par-3  188 yarda (172 metra) 5. braut Pebble Beach og fór því næstum holu í höggi.

Sjá má höggið góða hjá GMac með því að SMELLA HÉR: