
Hver er kylfingurinn: George Coetzee?
George Coetzee frá Suður-Afríku sigraði nú í dag á Joburg Open. Þetta er í 1. sinn sem Coetzee sigrar á móti Evrópumótaraðarinnar en í beltinu á hann 4 sigra á Sólskinstúrnum Suður-Afríska og 1 sigur á Gary Player Challenge ásamt öðrum eða alls 6 sigra sem atvinnumaður nú í dag!
En hver er kylfingurinn George Coetzee?
George William Coetzee fæddist 18. júlí 1986 í Pretoríu í Suður-Afríku og er því 27 ára. Hann byrjaði að spila golf 10 ára og vann fyrsta unglingamótið sem hann tók þátt í var á 49 höggum á 9 holum. Coetzee varð í 4. og 8. sæti á Callaway Junior World Championship í San Diego, en þar var hann einnig í háskóla eitt semestur síðar, þ.e. við University of San Diego. Coetzee gerðist atvinnumaður árið 2007.
Coetzee hóf feril sinn á Sólskinstúrnum suður-afríska 2007 og vann strax fyrsta árið sitt á túrnum þ.e. the Vodacom Origins of Golf Tour í Selborne. Annar og þriðji sigrar hans á sömu mótaröð komu strax ári síðar á SAA Pro-Am Invitational og síðan aftur á the Vodacom Origins of Golf Tour móti í Humewood.
Coetzee vann sér inn kortið sitt á Evrópumótaröðinni eftir að hafa farið í gegnum Q-school en varð að snúa þangað aftur ári síðar eftir að hann lauk keppnistímabilinu í 126. sæti á peningalistanum, en hann varð því miður aðeins tvívegis meðal efstu 10 fyrsta árið sitt. Coetzee hélt áfram að auka við spilarétt sinn árið 2011 og átti ágæstis ár; varð m.a. i 2. sæti á Johnnie Walker Championship í Gleneagles, þar sem hann tapaði fyrir Thomas Björn á 5. aukaholunni í bráðabana. Hann varð líka þrívegis í 3. sæti í öðrum mótum og 8 sinnum meðal 10 efstu. Hann varð því í 26. sæti á peningalistanum.
Árið þar á eftir 2012, var honum gott en hann varð í 21. sæti á peningalistanum og komst á topp-50 á heimslistanum, sem m.a. varð til þess að hann spilaði í fyrsta sinn á the Masters risamótinu í fyrra.
Coetzee vann eins og sagði í upphafi 1. titil sinn á Evrópumótaröðinni, þann 9. febrúar 2014, á Joburg Open, en þetta var 107. mótið sem hann spilaði í. Hann var 4 höggum á eftir forystumönnum fyrir lokahringinn, sem hann lék á 6 undir pari og átti 3 högg á næstu menn!!!
Sem stendur er Coetzeen í 74. sæti heimslistans. Það verður fróðlegt að sjá í hvaða sæti hann verður í eftir helgi og hvort honum takist markmið sitt um að keppa aftur á the Masters risamótinu en til þess þarf hann að fara niður um 24 sæti a.m.k.
- júlí. 4. 2022 | 22:00 GÖ: Ásgerður og Þórir Baldvin klúbbmeistarar 2022
- júlí. 4. 2022 | 20:00 Sigmar Arnar fór holu í höggi!
- júlí. 4. 2022 | 18:00 PGA: Poston sigraði á John Deere Classic
- júlí. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Garðarsson – 4. júlí 2022
- júlí. 4. 2022 | 14:00 Haraldur og Kristjana eignuðust stúlku!
- júlí. 3. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Adrian Meronk skrifaði sig í golfsögubækurnar – fyrsti pólski sigurvegarinn á Evróputúrnum!!!
- júlí. 3. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Örn Berndsen – 3. júlí 2022
- júlí. 3. 2022 | 15:00 GB: Hansína og Bjarki klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 13:00 LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Amundi German Masters – Maja Stark sigraði
- júlí. 3. 2022 | 12:00 GVS: Heiður Björk og Helgi Runólfs klúbbmeistarar 2022
- júlí. 3. 2022 | 10:00 GSS: Una Karen sigraði á Kvennamótinu!
- júlí. 3. 2022 | 07:00 NGL: Andri Þór lauk keppni á PGA Championship Landeryd Masters
- júlí. 3. 2022 | 00:34 LIV: Branden Grace sigraði á 2. móti arabísku ofurgolfmótaraðarinnar á Pumpkin Ridge!
- júlí. 2. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (27/2022)
- júlí. 2. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2022