GK: Lovísa Hermanns efst á 4. púttmóti Keiliskvenna
Það voru 31 sem þátt tóku í 4. púttmóti Keiliskvenna, miðvikudaginn 5. febrúar s.l. Brautin hefur líklega verið í erfiðari kantinum þar sem meðalskor var 35,5. Þær dömur sem sýndu snilldarleik voru eftirfarandi: 1. sæti 31 pútt Lovísa Hermannsdóttir 2-3. sæti 32 pútt Valgerður Bjarnadóttir og Dagbjört Bjarnadóttir 4. sæti 33 pútt Guðríður Hjördís Baldursdóttir 5-8 sæti 34 pútt Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ellý Erlingsdóttir, Guðrún Einarsdóttir og Rannveig Hjaltadóttir Þannig að staðan í hinni æsispennandi púttmótaröð er eftirfarandi: 1. sæti 122 högg: Þórdís Geirsdóttir 2. sæti 126 högg: Lovísa Hermannsdóttir 3. sæti 129 högg: Ólöf Baldursdóttir 4. sæti 131 högg: Anna Snædís 5-6 sæti Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 13. sæti eftir fyrri dag Oak Hills Inv.
Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette taka þátt í Oak Hills Invitational. Mótið er tveggja daga (10.-11. febrúar 2014) og fer fram í Oak Hills CC, í San Antonio, Texas. Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum. Eftir fyrri dag mótsins er Haraldur Franklín í 13. sæti – lék fyrstu tvo hringina á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (72 75). Á fyrsta hringnum fékk Haraldur 1 fugl og 2 skolla, en á seinni hringnum 6 skolla og 2 fugla. Louisiana er í 4. sætinu í liðakeppninni og Haraldur Franklín á 2. besta skori liðsins. Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri dag Oak Hills Invitational SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Herdís Sigurjónsdóttir – 10. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Herdís Sigurjónsdóttir. Herdís er fædd 10. febrúar 1949 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Herdís hefir verið í kvennanefnd klúbbsins og er stendur sig yfirleitt vel í öllum opnum mótum sem hún tekur þátt í. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan Herdís Sigurjónsdóttir (65 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Greg Norman, 10. febrúar 1955 (59 ára); Mike Whan, framkvæmdastjóri LPGA, 10. febrúar 1965 (49 ára); Alexis Thompson, 10. febrúar 1995 (19 ára) …. og ….. Flottustu Fötin (25 ára) Guðmundur Ingvi Einarsson (33 ára) Einar Lyng Hjaltason (43 ára) Katrín Danivalsdóttir (56 ára) Setrið Í Setbergsskóla (15 ára) Íris Lesa meira
TaylorMade segir upp 16 starfsmönnum Adams Golf
TaylorMade-Adidas Golf sagði upp 16 starfsmönnum Adams Golf dótturfyrirtæki síns, 6. febrúar s.l. Skv. Mark King, aðalframkvæmdastjóra TaylorMade’s voru uppsagnirnar gerðar á starfsfólki Adams sem vinnur við Champions Tour og sagði það bara endurspegla erfitt viðskiptaumhverfi. King sagði ástæðuna m.a. vera skort starfsmögnun þ.e. samhafni við starfsfólk TaylorMade sem nú koma til með að þjónusta atvinnumennina á Champions Tour sem samningsbundnir eru Adams. „Þegar við keyptum fyrirtækið vildum við bara leyfa því að vera óbreyttu eins lengi og við gætum,“ sagði King m.a. á AT&T Pebble Beach National Pro-Am. „Og nú leitum við bara starfsmögnunar, þ.e. samvirkni þannig að heildaráhrif verði meiri en samanlögð áhrif einstakra þátta fyrirtækisins.“ Í mars Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Cheyenne Woods?
Cheyenne Nicole Woods fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og er dóttir Earl Dennison Woods Jr., sem er hálfbróðir Tiger Woods. Afi hennar, Earl Woods, (pabbi Tiger) var fyrsti þjálfarinn hennar. Cheyenne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og vann tvö ár í röð Arizona 5A State Championships, þ.e. árin 2006 og 2007. Cheyenne var við nám og spilaði með golfliði Wake Forest University (útskrifaðist 2012) og var liðsfélagi hennar m.a. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, en þær báðar léku undir merkjum Demon Deacons. Cheyenne átti glæstan áhugamannsferil þar sem hún vann meira en 30 mót. Árið 2009 hlaut Cheyenne undanþágu styrktaraðila til þess að spila í LPGA móti, þ.e. Lesa meira
GR: Böðvar, Ingvar Andri og Patrekur efstir eftir 4. mótið í púttmótaröð barna og unglinga
Foreldraráð barna og unglinga í GR ritar eftirfarandi: „Það er hart barist á toppnum í mótaröð barna og unglinga til púttmeistara GR nú þegar mótið er hálfnað. Fjölmenni var á Korpunni í gær, þ.e. sunnudagsmorgun, jafnt kylfingar sem foreldrar sem láta ekki sitt eftir liggja að styðja sitt fólk. Það er alls ekki of seint að slást í hópinn því fjórir mótadagar eru eftir og telja fjórir bestu hringirnir. Meðfylgjandi er staðan eftir fjóra hringi. Sjáumst næsta sunnudag frá 11 – 13 Foreldraráðið.“ Helstu úrslit 16 ára og eldri úrslit 13-15 ára úrslit Úrslit 12 ára og yngri
Bandaríska háskólagolfið: Mikið um að vera hjá háskólakrökkunum okkar
Margir íslensku krakkana sem spila í bandaríska háskólagolfinu hefja leik í dag á hinum ýmsu mótum víðsvegar um Bandaríkin. Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnarsson, GK hefja þannig leik í dag í tveggja daga móti (10.-11. febrúar 2014) Coastal Georgia Invitational á Sea Island í Georgíu. Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette taka þátt í Oak Hills Invitational mótinu, sem fram fer í Oak Hills CC, í San Antonio, Texas. Mótið er tveggja daga (10.-11. febrúar 2014) og þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum. Fylgjast má með gengi Haraldar Franklíns og Louisiana með því að SMELLA HÉR: Eins er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir við keppni ásamt Wake Forest í Palos Lesa meira
Champions Tour: Allen sigraði á Allianz meistaramótinu
Michael Allen varði titil sinn í gær á Allianz Championship á Boca Raton í Flórída. Hann lék samtals á 18 undir pari 129 höggum (60 69 69), líkt og Duffy Waldorf og því þurfti að koma til bráðabana milli þeirra. 18 holan var spiluð 2var en þá fékk Allen fugl meðan Waldorf tapaði á pari. Í 3. sæti á samtals 17 undir pari, 130 höggum varð Chien Soon Lu og í 4. sæti varð Tom Lehman á samtals 16 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna eftir 2. dag Allianz Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokadagsins á Allianz Championship SMELLIÐ HÉR:
PGA: Jimmy Walker sigraði á Pebble Beach
Það var Jimmy Walker sem sigraði á AT&T Pebble Beach National Pro-Am golfmótinu sem fram hefir farið á 3 golfvöllum (Pebble Beach, Monterey og Spyglass) undanfarna 4 dag. Þetta er 3. sigur Walker og 2. sigur hans á skömmum tíma – en hann virðist vera að blómstra á þessu ári. Á þessu ári er Walker sem sagt búinn að sigra í 2 mótum: Sony Open á Hawaii, 12. janúar 2014 og svo nú, 9. febrúar 2014 á Pebble Beach. Fyrsti sigur Walker á PGA var hins vegar á Frys.com Open 13. október 2013, í upphafi keppnistímabilsins. Glæsilegt tímabil þetta hjá Walker!!! Walker lék samtals á 11 undir pari, 276 höggum Lesa meira
Viðtalið: Jenetta Bárðardóttir GKB & GR
Viðtalið í kvöld er við kylfing, sem nýlokið hefir leiðbeinendanámskeiði í SNAG-golfi og starfar nú sem slík. Hún hefir spilað golf í 15 ár. Fullt nafn: Jenetta Bárðardóttir. Klúbbur: GKB og GR. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Ólafsvík, 12. maí 1949. Hvar ertu alin upp? Í Ólafsvík. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er húsmóðir og í dag er ég SNAG leiðbeinandi. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Maðurinn minn, Benóný Ólafsson, spilar golf og síðan systkini mín, makar og börn. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Ég byrjaði í golfi fyrir svona 15-16 árum. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Lesa meira










