ALPG&LET: Woods sigraði!!!
Cheyenne Woods, frænka Tiger Woods, sigraði nú fyrr í dag í fyrsta móti sínu á Evróputmótaröð kvenna, Volvik RACV Ladies Masters mótinu í Ástralíu. Mótið fór fram á RACV Royal Pines Resort golfklúbbnum í Queensland. Mótið telur jafnframt líka sem mót á ALPG þ.e. áströlsku LPGA, en mótið er samstarfsverkefni mótaraðanna. Reyndar er þetta það mót í áströlsku kvennagolfi, sem fram hefir farið hvað lengst. Woods var liðsfélagi Ólafíu okkar Þórunnar Kristinsdóttur í Wake Forest. Cheyenne lék hringina 4 á samtals 16 undir pari, 276 höggum (69 67 71 69) og átti 2 högg á Minjee Lee, sem varð í 2. sæti. Þriðja sætinu deildu Camilla Lennarth frá Svíþjóð (sjá kynningu Lesa meira
Golfgrín á laugardegi
Nr. 1 Golffréttamaður sem jafnframt var mikill aðdáandi Phil Mickelson getur ekki orða bundist og fer svolítið fram úr sér í aðdáun sinni: „Þú ert frábær,“ segir hann við Phil. „Þú ert æðislegur; Nafnið þitt er samheiti golfs!!! Svo finnurðu líka leið þína svo vel, á hvaða golfvelli sem er !!! Hvert er eiginlega leyndarmál þitt? Mickelson á að hafa svarað: „Holurnar eru númeraðar!“ Nr. 2 Hér er einn sem verður að segja á ensku: I’m a scratch golfer,“ „Yes, I write down all my good scores and scratch out the bad ones!“ Nr. 3 Golf er eflaust eina íþróttagreinin þar sem andstæðingurinn sem þarf að hafa mestar áhyggjur af Lesa meira
Evróputúrinn: Aiken og Walters leiða fyrir lokahring Joburg Open
Það eru heimamennirnir Thomas Aiken og Justin Walters, sem leiða fyrir lokahring Joburg Open, sem fram fer í Royal Johannesburg & Kennsington golfklúbbnum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 17 undir pari, 198 höggum; Aiken (70 65 63) og Walters (64 70 64). Í 3. sæti 2 höggum á eftir forystumönnunum er Jin Jeong og í 4. sæti er Finninn Roope Kakko á samtals 14 undir pari, eða 3 höggum á eftir forystumönnunum Aiken og Walters. Edoardo Molinari sem leiddi eftir gærdaginn átti „slæman“ dag í dag, lék á 72 höggum og er dottinn ofan í 8. sætið á samtals 11 undir pari og er 6 höggum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Paige McKenzie —– 8. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Paige MacKenzie. Paige á afmæli 8. febrúar 1983 og á því 31 árs afmæli í dag. Paige MacKenzie fæddist í Yakima, Washington og byrjaði að spila golf 3 ára gömul. Hún segir foreldra sína og bróður Brock (sem spilar á Nationwide túrnum og var eitt sinn í Walker Cup) hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi. Meðal áhugamála Paige er að horfa á íþróttir og að lesa. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun og er með góðan styrktarsamning við Nike. Paige MacKenziePaige útskrifaðist 2001 úr Eisenhower High School þar sem hún var first-team All-Big-9 selection öll 4 ár sín í menntaskóla. Hún var Lesa meira
Champions Tour: Michael Allen efstur eftir 1. dag Allianz meistaramótsins
Það er Michael Allen sem leiðir eftir 1. dag Allianz Championship, en hann lék á 12 undir pari, 60 höggum. Á glæsihring Allen fékk hann 10 fugla og 1 örn. Scott Dunlap varð í 2. sæti á 9 undir pari, 63 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Allianz Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. hrings Allianz Championship SMELLIÐ HÉR:
Stjörnurnar á Pebble Beach – Myndasería
Í AT&T Pebble Beach National Pro-Am spila s.s. heiti mótsins gefur til kynna áhugamenn við atvinnumennina. Áhugamennirnir eru frægar stjörnur úr heimi kvikmynda, söngs, annarra íþrótta en golfs, pólitíkur og aðrir frammámenn. Hér má sjá myndaseríu, sem Golf Channel tók saman yfir helstu stjörnurnar sem leika í Am hluta Pro-Am mótsins á Pebble Beach SMELLIÐ HÉR:
GSG: Kirkjubólsvöllur opinn! – Vöfflur að hring loknum
Þar sem mikil úrkoma hefur verið í vikunni og völlurinn ekki náð að þorna almennilega hefur verið ákveðið að hætta við golfmót sem til stóð að halda um helgina. Kirkjubólsvöllur verður samt opinn alla helgina eins og verið hefur og vöfflur í boði að hring loknum (á laugardag). Veður kl 08:00 (í dag – laugardaginn 8. febrúar 2014) NNA 11 metrar hiti 3°. Að sjálfsögðu leikið inn á grín. GSG biður kylfinga að skrá sig á rástíma á golf.is sem gera má með því að SMELLA HÉR:
ALPG&LET: Woods ein efst e. 3. dag
Frænka Tiger Woods og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest, Cheyenne Woods er nú búin að tylla sér í efsta sæti Volvik RACV Ladies Masters, fyrir lokadaginn. Cheyenne hefir nauma forystu á þær sem næstar koma; er búin að spila á samtals 12 undir pari, 207 höggum (69 67 71). Stacy Lee Bregmann frá Suður-Afríku er í 2. sæti á 11 undir pari; Minjee Lee í 3. sæti á 10 undir pari og svo deila Camilla Lennarth frá Svíþjóð og Trish Johnson 4. sætinu á samtals 9 undir pari hvor. Til þess að sjá stöðuna á Volvik RACV Ladies Masters eftir 3. keppnisdag SMELLIÐ HÉR:
Tiger tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni
Tiger Woods mun ekki keppa í heimsmótinu í holukeppni (WGC Match Play Championship) í Arizona eftir tvær vikur. Nr. 1 á heimslistanum (Tiger) ætlaði á Vetrarólympíuleikana í Sochi til þess að fylgjast með kærustu sinni Lindsey Vonn en hnjámeiðsli hennar hafa komið í veg fyrir það. Í staðinn mun Tiger vera heima hjá sér og undirbúa sig fyrir 3 mót í Flórída; en það fyrsta er Honda Classic, sem fram fer 27. febrúar. „Ég ætlaði mér að vera í fríi þessa viku og fara með Lindsey [Vonn] til Sochi,en því miður mun það ekki gerast,“ bætti Tiger við. „Í staðinn ætla ég að vera heima og undirbúa mig fyrir mótin í Lesa meira
PGA: Spieth og Walker deila forystunni e. 2. dag á Pebble Beach
Það eru þeir Jordan Spieth og Jimmy Walker, sem deila forystunni á AT&T Pebble Beach National Pro Am í hálfleik. Walker lék Spyglass í dag en Spieth Monterey Peninsula. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 9 undir pari. Í 3. sæti er Hunter Mahan á 8 undir pari; í 4. sæti Andrew Loupe á 7 undir pari og í 5. sæti Richard H. Lee á samtals 6 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á AT&T Pebble Beach National Pro Am SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á AT&T Pebble Beach National Pro Am SMELLIÐ HÉR:










