Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2014 | 15:42

Bandaríska háskólagolfið: Ari, Theodór og golflið Arkansas Monticello sigraði á Southern Arkansas Dual

Laugardaginn 1. febrúar s.l. kepptu þeir Ari Magnússon, GKG og Theódór Karlsson, GKJ,  ásamt háskólaliði sínu, Arkansas Monticello í Southern Arkansas Dual. Viðureignin fór fram við Mystic Creek í Arkansas.

Þetta var liðakeppni og kepptu kvenna- og karlagolflið Arkansas Monticello við Southern Arkansas háskólann um Arkansas Challenge Cup.

Þetta var opnunarmót Arkansas Monticello í vor og í fyrsta sinn sem keppt var um framangreindan bikar.

Svo fór að lið þeirra Ara og Theodórs sigraði naumlega með 1 höggs mun.  Kvennalið Arkansas Monticello tapaði fyrir liði Southern Arkansas.

Þeir Ari (82) og Theodór (83) voru í 4. og 5. sæti af liði Arkansas Monticello í einstaklingskeppninni.

Samanlagt skor kvenna-og karlaliða 
1. Arkansas-Monticello: 730
2. Southern Arkansas: 731

Árangur karlaliðanna: 
1. Arkansas-Monticello: 322
2. Southern Arkansas: 332

Árangur kvennaliðanna: 
1. Southern Arkansas: 399
2. Arkansas-Monticello: 408

Einstaklingsskor karla: 
1. Jake Etherington (SAU): 76?
2. Hunter Smith (UAM): 77
3. Billie Trawick (UAM): 80
4. Ari Magnusson (UAM): 82
5. Teddi Karlsson (UAM): 83
T6. George Adams (SAU): 85?
T6. Luke Williams (SAU): 85
8. Trent Singleterry (SAU): 86?
9. Zac Barber (SAU): 87?
10. Bryan Witmer (UAM): 88

Einstaklingsskor kvenna: 
1. Lauren Johnson (UAM): 91
T2. Pamela Quiatchon (UAM): 92
T2. Nicole Vallandingham (SAU): 92
4. Taylor Burdick (SAU): 100
5. Hilary Paul (SAU): 101
6. Sammy Rodriguez (UAM): 105
7. Raven Perris (SAU): 106
8. Liz Dover (SAU): 107
9. Linda Williams (UAM): 120
10. Brooke Boyd (UAM): 123