Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 10:00

Stricker tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni

Steve Stricker hefir viðurkennt að líkurnar á að hann taki þátt í heimsmótinu í holukeppni þ.e. the WGC-Accenture Match Play Championship séu hverfandi vegna veikinda bróður hans. Heimsmótið fer fram í Dove Mountain, Arizona 19.-23. febrúar, en ólíklegt er að Stricker taki þátt vegna þess að 50 ára bróðir hans, Scott, er á spítala. Scott hefir verið á spítla frá 6. janúar og var fluttur á gjörgæslu fyrir 3 vikum. „Hann var mjög hætt kominn er það sem mér er sagt,“ sagði nr. 12 á heimslistanum (Stricker). „Hann þarfnast lifur.  Hann tórir, en svona getur þetta ekki varað lengi. Vonandi fær hann lifur fljótlega.“ Stricker vann heimsmótið í holukeppni 2001 þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 09:00

José Maria Olazábal hannar einn flottasta einkagolfkennsluskóla heims á Maldíveyjunni Velaa

Hönnuðir einkaeyjunnar Velaa tóku nú nýlega á móti yfirhönnuði sínum, tvöföldum sigurvegara risamóta José María Olazábal til þess að svipta hulunni af einhverju mest spennandi verkefni í golfinu í heiminum, sem stendur. Nýja Velaa Golf Academy er hönnuð af Olazábal og hefir verið búin til í samvinnu við golfgoðsögnina en hún samanstendur af frábærum golfvelli og golfskóla.  Nýja golfakademían er á einkaeyju á Maldíveyjum og er innan um 48 golfvillur, sem hver er með sína eigin sundlaug í norðurhluta Noonu Atole, norður af  Malé. Einkaeyjan Velaa er afleiðing golfástríðu eiganda jarðarinnar, sem nýja golfparadísin rís á, þ.e.  Jiri Smejc og eiginkonu hans Rödku, en þau vildu búa til eitthvað „einka-einka“ á golfsviðinu. José Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 21:45

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur og Louisiana luku leik í 4. sæti í Texas

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette tóku þátt í Oak Hills Invitational. Mótið var tveggja daga (10.-11. febrúar 2014) og fór fram í Oak Hills CC, í San Antonio, Texas.  Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum. Haraldur Franklín lauk keppni í 21. sæti í einstaklingskeppninni– lék  á samtals 11 yfir pari, 224  höggum (72 75 77). Louisiana lauk keppni í 4. sætinu í liðakeppninni og Haraldur Franklín var á 2. besta skori liðsins. Næsta mót Haraldar Franklín er einnig í Texas og fer fram 21. febrúar n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á Oak Hills Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Wake Forest í 9. sæti í Kaliforníu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest tóku þátt í Palos Verdes CC í Kaliforníu á Northrop Grumman Challenge. Mótið stóð daganna 9. – 11. febrúar 2014. Þátttakendur voru 88 frá 16 háskólum. Ólafía Þórunn lauk keppni í 74. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 21 yfir pari, 234 höggum (78 81 75) og náði sér í raun aldrei á strik í mótinu. Á facebook sagði Ólafía Þórunn m.a. að pútterinn hefði verið kaldur hjá sér í mótinu, ekkert hefði viljað rata ofan í holurnar! Golflið Wake Forest varð í 9. sæti og taldi skor Ólafíu Þórunnar ekki, en hún var á 5. og lakasta skorinu af Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 21:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davíð E. Hafsteinsson – 11. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Davíð E. Hafsteinsson. Davíð er fæddur 11. febrúar 1963 og á því 51 árs afmæli í dag!!! Hann er félagi í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi (GMS). Davíð er kvæntur Helgu Björg Marteinsdóttur og á 4 börn.  Komast má á facebook síðu Davíðs til þess að óska Davíð til hamingju með afmælið hér að neðan: Davíð E Hafsteinsson (51 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Burt Reynolds  (leikari), 11. febrúar 1936 (78 ára); Irvin Mazibuko, 11. febrúar 1978 (36 ára – Spilar á Sólskinstúrnum); Edoardo Molinari, 11. febrúar 1981 (33 ára);  Steve Surry, 11. febrúar 1982 (32 ára – Spilar á Sólskinstúrnum); Marianne Skarpnord, 11. febrúar 1986 (28 ára); Caroline Westrup, 11. febrúar 1986 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 18:05

Raymond Floyd varafyrirliði Bandaríkjanna í Ryder Cup – Bein útsending frá blaðamannafundi með Tom Watson

Tom Watson tilkynnti rétt í þessu um hver yrði varafyrirliði sinn í Ryder bikarskeppninni, sem fram fer á Gleneagles í Skotlandi í september seinna á árinu. Varafyrirliði hans verður Raymond Floyd. Watson var áður búinn að útnefna Andy North sem hinn varafyrirliða sinn í júlí s.l. Floyd hefir mikla reynslu af Ryder bikars keppnum. Hann var sjálfur fyrirliði bandaríska Ryder Cup liðsins 1989 og tók sjálfur þátt í 8 Ryder bikars keppnum. Eins var Floyd varafyrirliði hjá Paul Anzinger í sigurliði Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2008. Þá á Floyd í beltinu 22 sigra á PGA Tour þ.á.m. 4 risamótssigra auk 14 sigra á Champions Tour. Watson, North og Floyd munu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 12:00

Frægir kylfingar: Shirley Temple látin

Shirley Temple er látin. Hún fæddist 23. apríl 1928 og var því 85 ára þegar hún lést í gær 10. febrúar 2014. Shirley var dóttir Gertrude Amelia Temple (fædd Krieger), húsmóður og George Francis Temple, bankastarfsmanns. Fjölskyldan var af ensku, þýsku og hollensku bergi brotin. Shirley átti 2 bræður:  George Francis, Jr. og John Stanley. Mamma Shirley hvatti unga dóttur sína til þess að taka söng-dans og leiklistartíma og innritaði hana 3 ára í Meglin’s Dance School í Los Angeles. Um það leyti fór hún að setja slöngulokka í Shirley, sem var mjög í tísku á þeim tíma og stældi hún þar með vinsæla leikkonu þess tíma:  Mary Pickford. Temple Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 10:55

GO: Klakahernaðurinn ber árangur

Veðurfar hér á suðvesturhorni landsins hefur verið í óvenjulegt undanfarnar vikur.  Á sama tíma og nýliðinn janúar hefur verið í mildara lagi eru veruleg svellalög víða.  Íþróttavellir, og þá sérstaklega knattspyrnuvellir, hafa orðið nokkuð harkalega fyrir barðinu á þessu óvenjulega veðurfari og eru þeir að stórum hluta lagðir víðfeðmum svellum. Golfvellirnir hafa ekki farið varhluta af þessu ástandi.  Á Urriðavelli hefur verið unnið ötullega að því að fjarlægja svell að flötum vallarins og hefur náðst verulegur árangur í þeim efnum.  Vallarstarfsmenn hafa beitt öllum mögulegum og ómögulegum ráðum í þessari baráttu. En betur má ef duga skal!  Um nýliðna helgi var hóað í félaga í Golfklúbbnum Oddi sem hlýddu kallinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 10:30

Evróputúrinn: Stephen Gallacher kylfingur janúarmánaðar

Skotinn Stephen Gallacher var valinn kylfingur mánaðarins á Evróputúrnum, eftir að honum tókst að verja titil sinn glæsilega á Omega Dubai Desert Classic. Stephen Gallacher varð einnig T-2 í mótinu,  árið 2012. Í ár jafnaði hann 9-holu skormet þegar hann lék á 9 undir par,i 28 höggum, á 9 holu hrings-helmingnum, þar sem hann fékk 7 fugla og örn á leið sinni til sigurs. Hinn 39 ára Stephen Gallacher sagði: „Ég er virkilega ánægður með að vera útnefndur Kylfingur janúarmánaðar, sérstaklega þegar litið er á suma af frábærum áröngrum kylfinga, bæði í Suður-Afríku og í Eyðimerkursveiflunni.“ „Að vera valinn umfram kylfinga á borð við Louis, Pablo og Sergio, sem allt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 10:00

GKG: Staðan í 3. púttmóti barna og unglinga

Púttmót nr. 3 af 9 lauk s.l. laugardag, 8. febrúar 2014,  í Kórnum, og var 41 þátttakandi. Krakkarnir sýndu góð tilþrif og er hægt að sjá besta árangur í hverjum flokki í heild með því að SMELLA HÉR GKG minnir á næsta mót sem fer fram laugardaginn  22. febrúar í Kórnum. Hægt er að pútta milli 11-13 og er þátttaka ókeypis. Helstu úrslit í 3. púttmótinu:  12 ára og yngri stelpur: 1. sæti Eva María Gestsdóttir 31 30 31 12 ára og yngri strákar: 1. sæti Sigurður Arnar Garðarsson 25 26 13-16 ára telpur: 1. sæti Anna Júlía Ólafsdóttir 32 13-16 ára drengir: 1. sæti  Bragi Aðalsteinsson 28 26 29 Lesa meira