Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 18:05

Raymond Floyd varafyrirliði Bandaríkjanna í Ryder Cup – Bein útsending frá blaðamannafundi með Tom Watson

Tom Watson tilkynnti rétt í þessu um hver yrði varafyrirliði sinn í Ryder bikarskeppninni, sem fram fer á Gleneagles í Skotlandi í september seinna á árinu.

Varafyrirliði hans verður Raymond Floyd. Watson var áður búinn að útnefna Andy North sem hinn varafyrirliða sinn í júlí s.l.

Floyd hefir mikla reynslu af Ryder bikars keppnum. Hann var sjálfur fyrirliði bandaríska Ryder Cup liðsins 1989 og tók sjálfur þátt í 8 Ryder bikars keppnum. Eins var Floyd varafyrirliði hjá Paul Anzinger í sigurliði Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2008.

Þá á Floyd í beltinu 22 sigra á PGA Tour þ.á.m. 4 risamótssigra auk 14 sigra á Champions Tour.

Watson, North og Floyd munu auðvitað reyna að stýra bandaríska Ryder bikarsliðinu til sigurs næsta haust í tilraun til að færa Bandaríkjamönnum aftur Ryder bikarinn.

Blaðamannafundur Tom Watson stendur enn og má fylgjast með honum með því að SMELLA HÉR: