Steve Stricker.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 10:00

Stricker tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni

Steve Stricker hefir viðurkennt að líkurnar á að hann taki þátt í heimsmótinu í holukeppni þ.e. the WGC-Accenture Match Play Championship séu hverfandi vegna veikinda bróður hans.

Heimsmótið fer fram í Dove Mountain, Arizona 19.-23. febrúar, en ólíklegt er að Stricker taki þátt vegna þess að 50 ára bróðir hans, Scott, er á spítala.

Scott hefir verið á spítla frá 6. janúar og var fluttur á gjörgæslu fyrir 3 vikum.

„Hann var mjög hætt kominn er það sem mér er sagt,“ sagði nr. 12 á heimslistanum (Stricker). „Hann þarfnast lifur.  Hann tórir, en svona getur þetta ekki varað lengi. Vonandi fær hann lifur fljótlega.“

Stricker vann heimsmótið í holukeppni 2001 þegar mótið fór fram í Ástralíu, en hann efast stórlega að hann taki þátt í ár, vegna þess að hann vill vera til staðar þegar bróðir hans gengst undir aðgerðina“

„Ég var á leið til Phoenix til þess að æfa þar í nokkra daga, en það verður ekkert úr því,“ sagði Stricker. „Það er heldur langsótt að ég komi og spili. Ég æfi á hverjum degi, en að baka til í höfðinu, finnst mér að ég ætti ekki að vera þar – nema eitthvað gerst fremur fljótt og þeir segja að það gæti vel gerst. Ég vil vera þarna þegar hann fer í aðgerðina.“

Ef Stricker tekur ekki þátt í Arizona þá er það enn annað áfallið fyrir skipuleggjendur heimsmótsins en þeir sem þegar hafa boðað að þeir muni ekki taka þátt er nr. 1 á heimslistanum, Tiger; nr. 2 á heimslistanum Adam Scott og fimmfaldur risamótameistari Phil Mickelson.