Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2014 | 14:00

GK: Golfkylfur.is og Hraunkot bjóða upp á mælingar í Flightscope

Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis er gerð grein fyrir nýjustu fjárfestingu Golfkylfa.is og Hraunkots: „Golfkylfur.is hefur nú fest kaup á FlightScope X2. Þetta er nýjasti „launch monitor“ á markaðnum. Með þessari græju verða allar mælingar nákvæmari en nokkru sinni fyrr og þjónusta Golfkylfur.is og Hraunkots eykst til muna. Í samstarfi við Golfkylfur.is mun Golfklúbburinn Keilir nota FlightScope X2 fyrir æfingar hjá unglingum og afrekskylfingum sem eru í æfingarhópum GK. Einnig munu allir golfkennarar geta boðið upp á FlightScope í sinni kennslu í Hraunkoti gegn vægu gjaldi. FlightScope X2 notar radar til að framkvæma nákvæmar mælinga er varða kylfuhausinn, golfboltann og flug hans. Mörg önnur tæki nota myndavélar og reikniformúlur en radarinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2014 | 12:00

LPGA: Pettersen efst e. 1. dag í Ástralíu

Norski kylfingurinn Suzann Pettersen tók forystuna á ISPS Handa Women´s Australia Open, sem hófst nú í morgun. Hún lék á 6 undir pari, 66 höggum. Suzann fékk 9 fugla og 3 skolla í The Victoria Golf Club, þar sem mótið fer fram og er með 1 höggs forystu á þær Jessicu  Korda, Hee Young Park, Jaclyn Sweeney og Marion Ricordeau. Tíu kylfingar deila síðan 6. sætinu á 4 undir pari, þ.e. 2 höggum á eftir Pettersen, en það eru m.a. Lydia Ko, Caroline Hedwall og Paula Creamer. Þetta er fyrsta mót Suzann á árinu og það virtist taka hana svolítinn tíma að henni fyndist þægilegt að spila á vellinum, sbr. hennar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2014 | 09:30

Evróputúrinn: Africa Open mót vikunnar

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og Sólskinstúrnum er Africa Open, sem fram fer í East London golfklúbbnum á Eastern Cape, í Suður-Afríku. Snemma dags er það heimamaðurinn Garth Mulroy sem tekið hefir forystuna, en hann er á 7 undir pari, 64 höggum. Til þess að fylgjast með gengi mála á Afríca Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2014 | 08:00

Sjálfstraust lykillinn að velgengni Jimmy Walker

Það eru fáir kylfingar jafn „heitir“ í dag og PGA Tour kylfingurinn Jimmy Walker, eftir að hafa sigrað 3 sinnum það sem af er af keppnistímabili mótaraðarinnar.  En hvað veldur því að Walker er allt í einu að blómstra nú? Butch Harmon þjálfari hans breytti ekki sveiflu Jimmy í þessari glæsiröð 3 sigra. Það sem hann breytti meira en nokkru öðru er hvernig Jimmy Walker hugsar. Hann gerði hann að náunga sem er erfiður viðfangs (ens. badass) Butch segir við Jimmy „Þú ert erfiður viðfangs!“ segir Erin Walker, eiginkona Jimmy.  Butch segir við hann „Þú ert maðurinn!“ Butch segir þetta við hann öllum stundum. „Þegar maður heyrir það frá besta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2014 | 05:45

Hver er tölfræðilega séð besti púttarinn yfir allar mótaraðir s.l. 5 ár?

Svarið er að það er enginn hvort heldur er meðal leikmanna á Evrópumótaröðinni, PGA, Asíutúrnum eða Web Tour, sem er betri en LPGA leikmaðurinn Inbee Park.  Inbee Park var nr.1 í púttum á flöt á tilskyldum höggafjölda (ens. Putts Per Green in Regulation, skammst. GIR) á LPGA Tour árin 2013,2012, 2009, 2008.  Hér er tölfræðin hennar 2013=1.727 pútt per GIR 2012=1.720 2009=1.750 2008=1.74 Meðaltal pútta á hring:  2013=29.05 2012=28.34 2011=29.17 2010=29.1 2009=28.36 2008=27.68 Golfgoðsagnirnar Jack Nicklaus og Gary Player hafa sagt að ef þeir væru að byrja í golfi í dag myndu þeir pútta með vinstri hendina fyrir neðan þá hægri vegna þess að þá væru axlirnar samhliða eða í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 18:45

Anna Rún Sigurrósardóttir látin

Kylfingurinn Anna Rún Sigurrósardóttir lést 1. febrúar s.l. á gjörgæsludeild Landspítalans. Anna Rún var fædd 28. nóvember 1968. Hún var félagi í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og skólasystir þeirrar er þetta ritar í Menntaskólanum í Reykjavík. Anna Rún var yfirleitt í verðlaunasæti á opnum golfmótum.  Hún vann t.d. til nándarverðlauna á 8. braut  á Opna Helenu Rubinstein mótinu uppi á Skaga 9. júlí 2011; var aðeins 0,67 m frá pinna og  var t.d. í 7. sæti á Art Deco mótinu á Vatnsleysunni, 6. ágúst sama ár (af 86 þátttakendum). Þegar Eimskip og GSÍ stóðu fyrir Gott Golf mótinu til stuðnings Krafts, 2010, þar sem einungis þeir fengu að taka þátt í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 17:30

Rory varði biðtíma á flugvellinum í Dubai með því að svara spurningum áhangenda á Twitter

Tvöfaldi risamótsmeistarinn Rory McIlroy veitti einstaka innsýn í einkalíf sitt og hvað sér líkar og mislíkar. Þegar hann var á heimleið frá Dubai lenti hann í bið á flugvellinum og fór að svara spurningum sem einhverjir af 1,8 milljónum fylgjendum hans lögðu fyrir hann. Hérna kemur hvernig þetta byrjaði allt: Rory Mcilroy @McIlroyRory:  Fluginu frestað… Tökum smá Q&A (ens. stutt fyrir spurtog svarað) áður en ég fer um borð og ég reyni að svara eins mörgum spurningum og ég get.  Og eftir að þetta sló í gegn lofaði Rory meiru: @McIlroyRory Ég er kominn um borð nú! Takk fyrir allar spurningarnar! Ég reyndi að svara eins mörgum og ég gat! Endurtökum leikinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Lárus Harðarson – 12. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Hjörtur Lárus Harðarson. Hjörtur Lárus er fæddur 12.febrúar 1951 og er því 63 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hjörtur á 3 dætur: Steinunni Ólöfu, Erlu Björk og Hjördísi Láru. Hjörtur er margfaldur afi m.a. afi  núverandi Íslandsmeistara í höggleik drengja 2013 og Íslandsmeistara í höggleik í strákaflokki 2012,  Hennings Darra Þórðarsonar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Hjörtur Lárus Harðarson (63 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Desmond John Smyth, 12. febrúar 1953 (61 árs); Tadahiro Takayama, 12. febrúar 1978 (36 ára); Shiv Kapur, 12. febrúar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn, Sigurður og Faulkner urðu í 3. sæti á Coastal Geogia mótinu

Golflið Faulkner háskólans frá Alabama, þar sem Hrafn Guðlaugsson, GSE og Sigurður Gunnar Björgvinsson, GK spila með,  varð í 3. sæti á  Coastal Georgia Winter Invitational, en liðið átti titil að verja. Mótið fór fram á Sea Island í Georgia. Liðið var á samtals 609 höggum aðeins 8 höggum á eftir sigurvegurnum í ár, gestgjöfunum Coastal Georgia. Hrafn var á 3. besta skori liðsins á samtals 153 höggum (spilaðir voru 2 hringir) og Sigurður Gunnar á 4. besta skori liðsins aðeins 1 höggi á eftir Hrafni, þ.e. samtals 154 höggum. Hrafn var aðeins 1 höggi á eftir þeim sem var á 2. besta skori liðsins og 5 höggum á eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 11:00

Trump kaupir Doonbeg

Donald Trump staðfesti kaup á  Doonbeg golfklúbbnum í Clare sýslu á Írlandi – en hann verður fyrst að borga um €1 milljón (u.þ.b. 160 milljónir íslenskra króna) til þess að laga skemmdir sem urðu á golfstaðnum í stormi sem þar geysaði fyrir skemmstu. Doonbeg fær nýtt nafn en heitir framvegis „Trump International Golf Links, Ireland“ Í fréttatilkynningu frá Trump sagði m.a.: „ Ég er ánægður að tilkynna að við höfum fest kaup á enn öðrum ótrúlega golfstaðnum.“ „Allt frá Trump National Doral, í Miami til Trump International Golf Links, í Skotlandi, sem er betur þekktur sem  „besti golfvöllur í heiminum,“ þá sést að við bjóðum aðeins upp á það besta.“ Lesa meira