
Evróputúrinn: Stephen Gallacher kylfingur janúarmánaðar
Skotinn Stephen Gallacher var valinn kylfingur mánaðarins á Evróputúrnum, eftir að honum tókst að verja titil sinn glæsilega á Omega Dubai Desert Classic.
Stephen Gallacher varð einnig T-2 í mótinu, árið 2012. Í ár jafnaði hann 9-holu skormet þegar hann lék á 9 undir par,i 28 höggum, á 9 holu hrings-helmingnum, þar sem hann fékk 7 fugla og örn á leið sinni til sigurs.
Hinn 39 ára Stephen Gallacher sagði: „Ég er virkilega ánægður með að vera útnefndur Kylfingur janúarmánaðar, sérstaklega þegar litið er á suma af frábærum áröngrum kylfinga, bæði í Suður-Afríku og í Eyðimerkursveiflunni.“
„Að vera valinn umfram kylfinga á borð við Louis, Pablo og Sergio, sem allt voru sigurvegarar í síðasta mánuði, hefir mikla þýðingu fyrir mig og ég er mjög ánægður að hljóta þessa viðurkenningu.“
„The Omega Dubai Desert Classic og Emirates golfklúbburinn eru mér augljóslega mjög mikilvæg og það að hafa hlotið þessa viðurkenningu gerir þetta að jafnvel enn minnisstæðari mánuði fyrir mig.“
Sjónvarpsfréttamaðurinn Renton Laidlaw, sem var hluti dómarapanelsins sagði m.a.: „Frammistaða Louis Oosthuizen var eftirtektarverð, Pablo Larrazábal sigraði með Rory McIlroy og Phil Mickelson andandi ofan í hálsmálið á sér og Sergio Garcia átti glimmrandi endasprett.“
„En Stephen Gallacher var fyrsti kylfingurinn í 25 ár til þess að verja Omega Dubai Desert Classic titilinn sinn og hann gerði það með tveimur „seinni 9″ sprettum sem voru einstakir á 3. og 4. hring og það gegn sterkasta leikmannaandstæðingahóp mánaðarins.“
„Stephen er glæsilegur sendiherra Evróputúrsins, hann gróf djúpt í hæfileikasjóð sinn á lokadeginum og á fyllilega skilið titilinn Kylfingur janúarmánaðar á Evróputúrnum.“
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi
- júní. 25. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 07:00 Íslandsmót golfklúbba 2022: GA Íslands- meistari í fl. 16 ára og yngri drengja
- júní. 24. 2022 | 22:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn báðar með á Czech Ladies Open
- júní. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kaname Yokoo —-– 24. júní 2022
- júní. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Flory van Donck – 23. júní 2022