Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 10:30

Evróputúrinn: Stephen Gallacher kylfingur janúarmánaðar

Skotinn Stephen Gallacher var valinn kylfingur mánaðarins á Evróputúrnum, eftir að honum tókst að verja titil sinn glæsilega á Omega Dubai Desert Classic.

Stephen Gallacher varð einnig T-2 í mótinu,  árið 2012. Í ár jafnaði hann 9-holu skormet þegar hann lék á 9 undir par,i 28 höggum, á 9 holu hrings-helmingnum, þar sem hann fékk 7 fugla og örn á leið sinni til sigurs.

Hinn 39 ára Stephen Gallacher sagði: „Ég er virkilega ánægður með að vera útnefndur Kylfingur janúarmánaðar, sérstaklega þegar litið er á suma af frábærum áröngrum kylfinga, bæði í Suður-Afríku og í Eyðimerkursveiflunni.“

„Að vera valinn umfram kylfinga á borð við Louis, Pablo og Sergio, sem allt voru sigurvegarar í síðasta mánuði, hefir mikla þýðingu fyrir mig og ég er mjög ánægður að hljóta þessa viðurkenningu.“

„The Omega Dubai Desert Classic og Emirates golfklúbburinn eru mér augljóslega mjög mikilvæg og það að hafa hlotið þessa viðurkenningu gerir þetta að jafnvel enn minnisstæðari mánuði fyrir mig.“

Sjónvarpsfréttamaðurinn Renton Laidlaw, sem var hluti dómarapanelsins sagði m.a.: „Frammistaða Louis Oosthuizen var eftirtektarverð, Pablo Larrazábal sigraði með Rory McIlroy og Phil Mickelson andandi ofan í hálsmálið á sér og Sergio Garcia átti glimmrandi endasprett.“

„En Stephen Gallacher var fyrsti kylfingurinn í 25 ár til þess að verja   Omega Dubai Desert Classic titilinn sinn og hann gerði það með tveimur „seinni 9″ sprettum sem voru einstakir á 3. og 4. hring og það gegn sterkasta leikmannaandstæðingahóp mánaðarins.“

„Stephen er glæsilegur sendiherra Evróputúrsins, hann gróf djúpt í hæfileikasjóð sinn á lokadeginum og á fyllilega skilið titilinn Kylfingur janúarmánaðar á Evróputúrnum.“