Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 21:45

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur og Louisiana luku leik í 4. sæti í Texas

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette tóku þátt í Oak Hills Invitational.

Mótið var tveggja daga (10.-11. febrúar 2014) og fór fram í Oak Hills CC, í San Antonio, Texas.  Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum.

Haraldur Franklín lauk keppni í 21. sæti í einstaklingskeppninni– lék  á samtals 11 yfir pari, 224  höggum (72 75 77).

Louisiana lauk keppni í 4. sætinu í liðakeppninni og Haraldur Franklín var á 2. besta skori liðsins.

Næsta mót Haraldar Franklín er einnig í Texas og fer fram 21. febrúar n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Oak Hills Invitational SMELLIÐ HÉR: