Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 10:55

GO: Klakahernaðurinn ber árangur

Veðurfar hér á suðvesturhorni landsins hefur verið í óvenjulegt undanfarnar vikur.  Á sama tíma og nýliðinn janúar hefur verið í mildara lagi eru veruleg svellalög víða.  Íþróttavellir, og þá sérstaklega knattspyrnuvellir, hafa orðið nokkuð harkalega fyrir barðinu á þessu óvenjulega veðurfari og eru þeir að stórum hluta lagðir víðfeðmum svellum.

Golfvellirnir hafa ekki farið varhluta af þessu ástandi.  Á Urriðavelli hefur verið unnið ötullega að því að fjarlægja svell að flötum vallarins og hefur náðst verulegur árangur í þeim efnum.  Vallarstarfsmenn hafa beitt öllum mögulegum og ómögulegum ráðum í þessari baráttu.

En betur má ef duga skal!  Um nýliðna helgi var hóað í félaga í Golfklúbbnum Oddi sem hlýddu kallinu um leið og fjölmenntu á Urriðavöll síðastliðinn laugardag.  Eins og þeirra er von og vísa létu þeir til sín taka og brutu og fjarlægðu feiknin öll af ísalögum af flötum vallarins.  Þetta mun efa flýta fyrir hreinsun þeirra þegar hlýna tekur í veðri.

Að sögn Tryggva Ölvers, vallarstjóra Urriðavallar, hefur verulegur árangur náðst í baráttunni við svellið.  Margar flatir orðnar alveg lausar við svell og aðrar svelllitlar.  Þó er of snemmt að fullyrða nokkuð um væntanlegt ástand flata og mun það ráðast verulega af veðurfarinu á komandi vori.

Í baráttunni við svellið hafa starfsmenn og félagari í Oddi beitt öllum brögðum, hér er hægt að sjá tvö myndbönd sem lýsa ástandinu og hernaðinum við svellið vel.

Til að sjá myndband nr. 1 SMELLIÐ HÉR:

Til að sjá myndband nr. 2 SMELLIÐ HÉR: 

 Frétt: golf.is