Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 12:00

Frægir kylfingar: Shirley Temple látin

Shirley Temple er látin. Hún fæddist 23. apríl 1928 og var því 85 ára þegar hún lést í gær 10. febrúar 2014.

Shirley var dóttir Gertrude Amelia Temple (fædd Krieger), húsmóður og George Francis Temple, bankastarfsmanns. Fjölskyldan var af ensku, þýsku og hollensku bergi brotin. Shirley átti 2 bræður:  George Francis, Jr. og John Stanley.

Mamma Shirley hvatti unga dóttur sína til þess að taka söng-dans og leiklistartíma og innritaði hana 3 ára í Meglin’s Dance School í Los Angeles. Um það leyti fór hún að setja slöngulokka í Shirley, sem var mjög í tísku á þeim tíma og stældi hún þar með vinsæla leikkonu þess tíma:  Mary Pickford.

Slöngulokkarnir sem Shirley Temple var svo þekkt fyrir (myndin tekin 1936 þegar Shirley var 8 ára)

Slöngulokkarnir sem Shirley Temple var svo þekkt fyrir (myndin tekin 1936 þegar Shirley var 8 ára)

Temple var kunn barnastjarna á 3. og 4. áratug síðustu aldar og lék í 57 kvikmyndum um ævina, þar af í 39 kvikmyndum fyrir 20 ára aldur sinn.  Einnig söng hún og dansaði. Shirley Temple hætti alfarið leik í kvikmyndum eftir 22 ára aldur sinn, á árum þegar margar aðrar kvenstjörnur eru að hefja feril sinn. Hins vegar var hún tíður gestur í spjall- og skemmtiþáttum í Bandaríkjunum.

Fyrir utan kvikmyndaleik sinn græddi Shirley Temple á allskonar vörum sem framleiddar voru í tengslum við gríðarvinsælar kvikmyndirnar sem hún lék í.  Þannig seldist t.a.m. lag sem hún söng í kvikmyndinni Bright Eyes, „On the Good Ship Lollipop“ í  500,000 eintökum. Sjá má Shirley syngja lagið aðeins 6 ára með því að SMELLA HÉR:   Ideal Toy and Novelty Company í New York City fékk einkaleyfi á sölu „Shirley Temple dúkka“ sem voru í bládoppótta kjólnum sem Shirley klæddist í myndinni  Stand Up and Cheer!. Talið er að Shirley Temple dúkkur hafi selst fyrir $45 milljónir fyrir árið 1941. Meðal annars vinsæls Shirley Temple söluvarnings voru föt og skrautmunir fyrir stelpur, speglar, sápudiskar, dúkkulísur, hljómplötur og margt fleira.  Fyrir árslok 1935, þegar Shirley var 7 ára var hún farin að græða $100,000, bara vegna söluvarnings og auglýsinga, en það tvöfaldaði himinhá laun hennar á þeim tíma fyrir kvikmyndaleik, söng og dans. Árið  1936, tvöfölduðust þær tölur í $200,000 bara af allskyns söluleyfum með nafni hennar. Sjálf lék Shirley Temple í auglýsingum m.a. fyrir Postal Telegraph, Sperry Drifted Snow Flour, the Grunow Teledial radio, Quaker Puffed Wheat,General Electric og Packard automobiles.

John Agar og Shirley Temple á brúðkaupsdaginn

John Agar og Shirley Temple á brúðkaupsdaginn

Shirley giftist aðeins 17 ára, þ.e. 19. september 1945 John Agar (1921-2002), líkamsræktarþjálfara, sem var í flugher Bandaríkjanna og síðar leikari, fyrir framan 500 manns.  Þau kynntust þegar Shirley var aðeins 15 ára.  Þau Shirley léku í nokkrum kvikmyndum saman m.a. Fort Apache (1948) and Adventure in Baltimore (1949). Þann 30. janúar 1948 fæddi Shirley dóttur þeirra, Lindu Susan. Hjónabandið entist þó ekki og Shirley Temple hlaut sótti um lögskilnað 5. desember 1949 og gekk hann í gegn ári síðar, 1950.

Ung móðir - Shirley Temple um tvítugt með fyrsta barn sitt - dótturina Lindu Susan

Ung móðir – Shirley Temple 19 ára með fyrsta barn sitt – dótturina Lindu Susan

Í janúar 1950 kynntist Shirley, Charles Alden Black, sem var í Bandaríkjaher í 2. heimsstyrjöldinni og hlaut m.a. silfur stjörnuna fyrir verk sín í þágu bandarískju þjóðarinnar. Hann var aðstoðarmaður forseta Hawaiian Pineapple Company, mikill repúbikani sonur James B. Black, forseta Pacific Gas and Electric, og einn af ríkustu ungu mönnum Kaliforníu.  Temple og Black giftust á heimili foreldra hans  Del Monte, í Kaliforníu, 16. desember 1950, en aðeins voru viðstödd nánasta fjölskylda og vinir. Fjöskyldan fluttist til Washington DC og þar fæddist þeim sonurinn Charles Alden Black, Jr. 28. apríl 1952.Þau fluttust síðan aftur til Kaliforníu í maí 1953. Black eldri stjórnaði sjónvarpsstöðinni  KABC-TV í Los Angeles, og Temple var húsmóðir. Dóttir þeirra Lori fæddist 9. apríl 1954. Lori lék m.a. á bassa í  grunge bandinu The Melvins. Hjónaband Temple og Black hélst til æviloka Black en hann dó úr beinmergssjúkdómi 4. ágúst 2005, á heimili þeirra í Woodside, Kaliforníu.

Hamingja - Shirley Temple og Charles Alden Black og brúðkaupsdaginn 1950

Hamingja – Shirley Temple og Charles Alden Black á brúð-kaupsdaginn 1950 – Hjónaband þeirra hélst alla ævi eða 55 ár

Meðal kunnustu og vinsælustu kvikmynda sem Shirley Temple lék í eru Bright Eyes, Curly Top, Heidi, Stand up and Cheer!; Little Princess og Baby take a bow.

Shirley Temple - Little Princess

Shirley Temple – Little Princess

Á seinni árum var Shirley Temple í stjórn fjölmargra fyrirtækja m.a. The Walt Disney Company, Del Monte Foods og National Wildlife Federation. Hún bauð sig m.a. fram til Bandaríkjaþings, en hafði ekki árangur sem erfiði.  Shirley Temple var m.a. fulltrúi á þingi Sameinuðu þjóðanna (september-desember 1969 – skipuð af Richard Nixon). Eins var hún fyrsta konan til að gegna stöðu Chief of Protocol of the United States (en þeirri stöðu gegndi hún 1. júlí 1976 – 21. janúar 1977). Shirley Temple gegndi stöðu sendiherra Bandaríkjanna í Ghana (skipuð 1974) og í Tékkóslóvakíu (1989).

Árið 1988 birti Shirley Temple ævisögu sína, Child Star. Í þeirri bók upplýsti hún ýmsar skemmtilegar staðreyndir um sjálfa sig.  Meðal þeirra voru að uppáhaldslitir hennar hefðu verið hvítur og rauður. Uppáhaldshlutverk hennar sem barn í kvikmyndum var Wee Willie Winkie (hún lék baráttubarn fyrir friði) og uppáhaldkvikmynd sem hún lék í sem fullorðin kona var „The Hagen Girl“ þar sem mótleikari hennar var Ronald Reagan fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ronald Reagan og Shirley Temple léku saman í kvikmyndinni „The Hagan Girl"

Ronald Reagan og Shirley Temple léku saman í kvikmyndinni „The Hagan Girl“

Hún hlaut á ævi sinni fjölda viðurkenninga m.a. Kennedy Center Honors og a Screen Actors Guild Life Achievement Award. Shirley Temple er nr. 18 á lista bandarísku kvikmyndaakademíunnar yfir bestu kvikmyndaleikkonur/ kvikmyndagoðsagnir  allra tíma.

Eftir að kvikmyndaleik, fjölskylduskyldum og pólitísku afskiptum hennar lauk, um 70 ára aldurinnn, gat Shirley Temple snúið sér að fjölmörgum áhugamálum sínum, en þeirra á meðal voru golfleikur, að ferðast, garðyrkja og matargerð. Henni fannst líka gaman að stangveiðum.