Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2014 | 09:00

José Maria Olazábal hannar einn flottasta einkagolfkennsluskóla heims á Maldíveyjunni Velaa

Hönnuðir einkaeyjunnar Velaa tóku nú nýlega á móti yfirhönnuði sínum, tvöföldum sigurvegara risamóta José María Olazábal til þess að svipta hulunni af einhverju mest spennandi verkefni í golfinu í heiminum, sem stendur.

Nýja Velaa Golf Academy er hönnuð af Olazábal og hefir verið búin til í samvinnu við golfgoðsögnina en hún samanstendur af frábærum golfvelli og golfskóla.  Nýja golfakademían er á einkaeyju á Maldíveyjum og er innan um 48 golfvillur, sem hver er með sína eigin sundlaug í norðurhluta Noonu Atole, norður af  Malé. Einkaeyjan Velaa er afleiðing golfástríðu eiganda jarðarinnar, sem nýja golfparadísin rís á, þ.e.  Jiri Smejc og eiginkonu hans Rödku, en þau vildu búa til eitthvað „einka-einka“ á golfsviðinu.

Olazábal við golfkennslu á Velaa

Olazábal við golfkennslu á Velaa

José María, sem öðlast hefir flestar viðurkenningar golfsins var valinn af eigendum einkaeyjunar Velaa til þess að hanna einstaka lúxus golf akademíu, sem vera mun miðpunktur afþreyingar á eyjunni. Golfvöllurinn var byggður með það í huga að gefa gestum eyjunnar tækifæri á að fínstilla golfleik sinn samhliða því að slappa af og njóta upplifunarinnar sem Olazábal og hönnunarteymi hans býður upp á.

„Ég hef aldrei séð svona mikla lúxus staðsetningu,“ sagði Olazábal þegar hann heimsótti einkaeyjuna Velaa nú nýlega. „Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna við nokkur eftirtektarverð verkefni, en það sem Jiri og Radka hafa skapað hér, er einfaldlega lotningarvekjandi.“

Lógó Velaa er í dæmigerðum Troon stíl

Lógó Velaa er í dæmigerðum Troon stíl

Golfvöllurinn hefir verið hannaður með járnaleik í hug, sem var lykilstyrkleiki Olazábal meðan hann var á hápunkti ferils síns, en hann þótti sérlega nákvæmur með stuttu og mið-járnin.

„Við fengum tækifæri á að hanna eitthvað algerlega einstakt hér á Velaa og skýrt markmið okkar var að innlima sjarma eyjunnar og karakter í golf akademínua,“ sagði Olazábal.  „Með því að nota landslagið sniðuglega geta gestir staðarins æft öll högg sem hægt er að ímynda sér, allt frá mið-járnunum, til fleygjárna og stutta spilsins.  Með sex flötum og níu teigum höfum við líka hannað spennandi lítinn 9 holu par-3 golfvöll. Saman með hátækni sveiflu stúdíói, sem útbúið er öllum nýjustu tækjum geta kylfingar fínstillt alla þætti golfleiks síns í ægifögu umhverfi, stutt… æft í paradís.“

Meðan Olazábal var í heimsókn með framkvæmdateymi einkaeyjunnar Velaa og sérfræðingum Troon, sem sjá um byggingu golfstaðarins, sló hann nokkur högg í kringum flatirnar og sýndi  þar með„touch“-ið sem hann hefði kringum flatirnar og er svo frægur fyrir.

Allt óaðfinnanlega vel viðhaldið á Velaa

Allt óaðfinnanlega vel viðhaldið á Velaa

„Ég vildi að upplifunin yrði sem mest bæði fyrir unga og aldna, byrjendur sem sérfræðinga. Við vonum að þeir sem heimsækja eyjuna verði innblásnir af því sem við höfum hannað og að reynsla þeirra hér auki gleði þeirra í golfleiknum, leik sem ég hef svo mikla ástríðu fyrir,“ sagði Olazábal.

Golfvöllurinn samanstendur í raun af 6 óaðfinnanlega viðhöldnum hlutum grænna brauta, sem allar eru með fjölda sandglompa og vatnshindrana.  Hægt er að velja milli 9 teiga sem gefa gestum staðarins val um mismunandi lengd af teig.  Gestir geta bókað einkakennslu og tekið akademínua frá á ákveðnum tímum.

„Sérstakur stíll José María og ástríða hans fyrir leiknum var ein af ástæðunum fyrir að við völdum hann sem yfirhönnuð staðarins. Velaa er einn af bestu golfáfangastöðum heims og sker sig að mörgu leyti út hvað varðar aðra hefðbundna golfstaði. Við vildum sameina það sem eyjan stendur fyrir og karakter golfvallar. Þar sem José Maria er þekktur fyrir „crisp“ golfhögg sín og „touch“ í kringum flatirnar þá er völlurinn í raun persónugervingur José María og það kemur Velaa til góðs,“ sagði Hans Cauchi, framkvæmdastjóri staðarins.

Golfeyjan Velaa úr lofti

Golfeinkaeyjan Velaa úr lofti

Talið er að Velaa sé ein af mestu upplifunum í golfi í heiminum, staðsett mitt í hinum glæsilegum Maldíveyjum, þar sem boðið er upp á takmarkalausan lúxus. Þeir sem sjá um rekstur golfhliðar staðarins er Troon Golf, en aðalvaraforseti og framkvæmdastjóri Troon International Operations, Bruce Glasco sagði m.a. um staðinn: „Velaa er án nokkurs efa eitt af flottustu þróunarverkefnum okkar sem ég hef séð og er í sjálfu sér skilgreining á lúxus. Við erum öll mjög hrifin af því sem José Maria og teymi hans hafa gert, athygli hans fyrir smáatriðum í öllum hönnunarfösum og erum viss um að hingað munu streyma kylfingar úr öllum heimshornum.“

Þess mætti geta að meðal verkefna Troon Golf eru the Grove, í London, Englandi; Classic Club, Palm Desert, Kaliforníu og Las Colinas Golf & Country Club, í Alicante, á Spáni.

Olazábal í paradís á Malidív eyjunni Velaa

Olazábal í paradís á Malidív eyjunni Velaa

Olazábal

Olazábal

Olazábal í paradís á Velaa

Olazábal í paradís á Velaa