Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2014 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Wake Forest í 9. sæti í Kaliforníu

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest tóku þátt í Palos Verdes CC í Kaliforníu á Northrop Grumman Challenge.

Mótið stóð daganna 9. – 11. febrúar 2014. Þátttakendur voru 88 frá 16 háskólum.

Ólafía Þórunn lauk keppni í 74. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 21 yfir pari, 234 höggum (78 81 75) og náði sér í raun aldrei á strik í mótinu. Á facebook sagði Ólafía Þórunn m.a. að pútterinn hefði verið kaldur hjá sér í mótinu, ekkert hefði viljað rata ofan í holurnar!

Golflið Wake Forest varð í 9. sæti og taldi skor Ólafíu Þórunnar ekki, en hún var á 5. og lakasta skorinu af liðinu.

Næsta mót sem Wake Forest spilar í er Darius Rucker Intercollegiate í Suður-Karólínu 7. mars n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Northrop Grumman Challenge  SMELLIÐ HÉR: