Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 10:00

Jimmy Walker og fjölskylda búa í húsvagni á keppnisferðalögum

Hvernig lífi lifir maður þegar maður er „heitasti kylfingur í heimi?“ Jimmy Walker myndi segja ykkur að það sé frábært jafnvel þó hann búi eins og er ekki við mikinn lúxus, a.m.k. ekki eins mikinn og hann hefir efni á. Nei, Walker er ekkert að dekra við sig og fjölskylduna á Beverly Wilshire Hotel, sem er næsta glæsihótel við Riviera Country Club, meðan hann spilar í Northern Trust Open. Reyndar er dvalarstaður hans ekki með neitt vatn þannig að hann verður að fara í sturtu og raka sig á almenningssalernum. Reyndar er heimili hans ekki einu sinni með fráveitu þannig að öll fjölskyldan þarf að fara á almenningssalerni til að gera Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik í dag í Kaliforníu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og „The Bulldogs“ golflið Fresno State hefja í dag leik á gríðarlegu sterku háskólamóti:  Peg Barnard Invitational á golfvelli Stanford háskóla, í Kaliforníu. Mótið stendur dagana 15.-16. febrúar og þátttakendur eru 75 frá 14 háskólum. Þetta er fyrsta mót Guðrúnar Brá í bandaríska háskólagolfinu. Guðrún Brá fer út af 16. teig Stanford golfvallarins, en allir keppendur eru ræstir út á sama tíma kl. 9 að staðartíma (kl. 17 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brá SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 08:40

LPGA: Choi og Lee leiða – Ko komin í 3. sætið e. 3. daginn á Women´s Australia Open

Það eru suður-kóreanski kylfingurinn Chella Choi og heimakonan Minjee Lee frá Ástralíu, sem leiða eftir 2. dag ISPS Handa Women´s Australia Open. Báðar eru þær búnar að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum; Choi (70 71 62) og Lee (66 67 68). Hin 16 ára Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi hækkar sig um 1 sæti frá gærdeginum og er komin í 3. sætið, en er 2 höggum á eftir forystukonunum á 11 undir pari, 205 höggum og forystukona 1. dags, norska frænka okkar Suzann Pettersen,  er nú í 4. sæti enn öðru höggi á eftir. Forystukonan í hálfleik Caroline Hedwall hrundi niður skortöfluna eftir slælegan hring upp á 74 högg, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn á 6 yfir pari e.1. dag Seminole Match Up

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman háskóla taka þátt í Seminole Match Up, sem fram fer á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída. Mótið stendur dagana 14.-16. febrúar og þátttakendur eru 60 frá 11 háskólum. Ingunn tekur bara þátt í einstaklingskeppninni.   Hún lék 1. hring á 6 yfir pari, 78 höggum og deilir sem stendur 40. sæti. Til þess að fylgjast með gengi Ingunnar á Seminole Match Up SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 08:00

PGA: Sang-Moon Bae leiðir á Northern Trust – Hápunktar 2. dags

Það er Sang-Moon Bae, sem leiðir eftir 2. dag á Riviera í Kaliforníu, þar sem Northern Trust mótið fer fram. Hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 133 höggum (67 66). Á hæla hans koma Aaron Baddeley frá Ástralíu og Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus, aðeins 1 höggi á eftir, hvor. Einn í 4. sæti er síðan Charlie Beljan á samtals 7 undir pari og 5. sætinu deila síðan forystumaður 1. dags, Dustin Johnson og Jim Furyk, Brian Harman og William McGirt; allir á samtals 6 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Northern Trust SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2014 | 20:55

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Sumarliðason – 14. febrúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Einar Sumarliðason. Einar er fæddur 14. febrúar 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Einar býr á Selfossi og er kvæntur Oddbjörgu og á þrjár dætur Esther, Hilmu og Lovísu og einn son, Fjalar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Einar Sumarlidason  (60 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Norman von Nieda (Guðfaðir ástralska golfsins) 14. febrúar 1914; Mickey  Wright, 14. febrúar 1935 (79); Bruce Patton Summerhayes, 14. febrúar 1944 (70 ára); Masanori Kobayashi, 14. febrúar 1976 (38 ára); Maude Aimee Leblanc, kanadísk, 14. febrúar 1989 (25 ára) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2014 | 20:00

Svifnökkvi Bubba til sölu hjá Hammacher Schlemmer

Golfsvifnökkvi Bubba Watson, sem margir kalla orðið Bubbacraft er til sölu á $ 58.000  (u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna stykkið) hjá bandaríska sölufyrirtækinu Hammacher Schlemmer. Þar sem hér á landi rignir oft er synd að nökkvinn sé ekki til sölu hér (en reyndar yrði slíkur golfsvifnökkvi líklegast ansi dýr í endursölu, því með hefðbundinni álagningu færi verðið aldrei undir 8 milljónir!) Bubbacraft svifnökkvast yfir sandglompur sem vatnshindranir golfvalla jafnauðveldlega og yfir golfbrautir og karga. Í nökkvanum er 65-hp twin-cylindra Hirth vél og hann veldur engum skemmdum á grasi golfvalla. Golfsvifnökkra Bubba (Bubbacraft) er hægt að bakka á allt að 25mílur/klst hraða, en hann er eini nökkvinn í heiminum sem getur það. Windy Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2014 | 19:30

Evróputúrinn: Hahn leiðir og jafnaði vallarmet – Myndskeið frá 2. degi Africa Open

Bandaríski nýliðinn á Evróputúrnum, John Hahn, (sjá kynningu Golf 1 á Hahn með því að SMELLA HÉR: )  Ricardo Santos átti glæsihring á Africa Open á Eastern Cape í Suður-Afríku í dag; jafnaði vallarmetið á East London golfklúbbnum, þar sem mótið fer fram; var á 61 glæsihöggi!!! Hahn er samtals búinn að spila á 16 undir pari, 126 höggum (65 61). Hahn á 2 högg á forystumann gærdagsins, Portúgalann Ricardo Santos, sem er í 2. sæti á samtals 14 undir pari, 128 höggum (62 66). Santos lék á 9 undir pari, 62 höggum í East London golfklúbbnum, þar sem mótið fer fram. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Africa Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2014 | 10:55

PGA: Darren Clarke dró sig úr Northern Trust mótinu

Fyrrum meistari Opna breska (2011),  Darren Clarke, dró sig úr Northern Trust Open á Riviera í Kaliforníu vegna meiðsla í brjóstvöðva. Clarke var á alveg óvenjuháu skori á 1. hring, 78 höggum og meðal neðstu manna eftir opnunarhringinn. Þetta eru sömu meiðsl sem urðu til þess að hinn 45 ára Norður-Íri (Clarke) missti nýlega af  Qatar Masters. Næsta mót sem Clarke er skráður í er Honda Classic mótið í Flórída, sem fram fer 27.febrúar – 2. mars n.k. Þess mæti í lokin geta að Írinn Pádraig Harrington byrjaði líka óvanailla á 1. hring Northern Trust, var á 75 höggum, en engar sögur fylgja um meiðsl hans. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2014 | 10:30

Tiger sögur eru bestar

Það ætti að vera til vefsíða sérstaklega helguð sögum um Tiger Woods.  Þær valda sjaldnast vonbrigðum og þessi, sem fyrrum liðsfélagi Tiger í Stanford, Conrad Ray, (sem nú þjálfar við Stanford) og sögð er í Golf Digest er ekkert öðruvísi: „Nokkrum mánuðum eftir að Tiger fór frá Stanford 1996, sagði fyrrum liðsfélagi hans Jake Poe mér þessa sögu, um dag, þar sem Tiger, sem hélt á dræver, var á öðrum enda Stanford æfingasvæðisins u.þ.b. 60 yarda (55 metra) í burtu og gekk Tiger í áttina til hans.“ „Hann var að horfa á mig“ sagði Poe „og ég sló með 4-járninu mínu að honum og boltinn sveif í átt að fótum hans. Lesa meira