GK: Dagbjört og Margrét Sigurbjörns efstar á 5. púttmóti Keiliskvenna
Miðvikudaginn 12. febrúar s.l. var betri mæting á púttmót Keiliskvenna, en í langan tíma, en um 51 kona mætti . Brautin var svolítið sérstök og bauð upp á mikla nánd … Púttsnillingar kvöldsins voru: 1-2 sæti 29 högg Dagbjört Bjarnadóttir og Margrét Sigurbjörnsdóttir 3-7 sæti 30 högg Ólöf Baldursdóttir; Guðrún Bjarnadóttir;Valgerður Bjarnadóttir; Þórdís Geirsdóttir; Margrét Sigmundsdóttir Og þá eru úrslit þannig eftir 5 mót, hörð barátta á toppnum !! 1. sæti 116 högg = Þórdís Geirsdóttir 2. sæti 124 högg = Ólöf Baldursdóttir 3. sæti 125 högg = Lovísa Hermannsdóttir 4-5 sæti 127 högg = Guðrún Bjarnadóttir og afmælisdrottningin Anna Snædís Sigmarsdóttir
Hvernig á að gera við boltaför í flötum? – Myndskeið
Flestir kylfingar vita vonandi hversu mikilvægt það er að laga eftir sig boltaför á flötum. Það er einnig gríðarlega mikilvægt að það sé rétt gert. Til þess að geta gert við boltaför þarf að eiga góðan flatargaffal. Finna má ýmsa góða flatargaffla t.d. í vefversluninni Hissa.is (sjá bláa auglýsingu til hægri á forsíðu Golf 1) Golfskálanum (flotti Victoria Inox flatargaffallinn hér að ofan) – en þeir eru t.a.m. góð Valentínusargjöf! Hér að neðan er skemmtilegt myndband um það hvernig á að gera boltaför á flötum. Til þess að skoða myndbandið SMELLIÐ HÉR: Heimild: gagolf.is
Eigið öll góðan Valentínusardag!
Í dag er 14. febrúar – dagur elskenda. En af hverju er yfirleitt verið að halda upp á Valentínusardaginn? Upprunann er að finna í kaþólskum sið en Gelasius páfi tók nokkra Valentínusa (Valentínus af Temi, sem lést píslavættisdauða 197 og Valentínus af Róm sem lést píslavættisdauða 269) í píslavættistölu 496 – menn sem gáfu líf sitt vegna ástar á frelsi og í andstöðu við kúgun. Upprunalegu Valentínusarnir höfðu því litla tengingu við rómantíska ást – ást þeirra er annars eðlis, ást á mannkyninu eða lífinu almennt, sem þeir voru tilbúnir að gefa sitt eigið fyrir. Fyrsta rómantíska tenging Valentínusar dagsins við ást er í ljóðinu „Parlement of Foules“ eftir ljóðskáldið Geoffrey Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnars hefur leik á Seminole Match Up í Flórída í dag
Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman háskóla taka þátt í Seminole Match Up, sem fram fer á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída. Mótið stendur dagana 14.-16. febrúar og þátttakendur eru 60 frá 11 háskólum. Ingunn tekur bara þátt í einstaklingskeppninni. Hún á rástíma kl. 8:54 að staðartíma (kl. 13:54 hjá okkur hér heima á Íslandi). Til þess að fylgjast með gengi Ingunnar á Seminole Match Up SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Hedwall leiðir í hálfleik
Það var sænski kylfingurinn Caroline Hedwall sem tyllti sér í 1. sætið á ISPS Handa Women´s Australia Open. Hedwall er búin að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (68 65); og leiðir með 1 höggi á forystukonu gærdagsins Suzann Pettersen, sem er búin að spila á 10 undi pari, 134 höggum (66 68). Í 3. sæti er heimakonuan Minjee Lee (samtals 9 undir pari) og 4. sætinu deila 3 kylfingar Holly Clyburn, Anna Nordqvist og Lydia Ko, allar á samtals á 8 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag ISPS Handa Women´s Australia Open SMELLIÐ HÉR:
PGA: Dustin Johnson efstur á Northern Trust Open e.1. dag – hápunktar 1. dags
Það er fullskeggjaður Dustin Johnson, (DJ) sem leiðir á Northern Trust Open, þegar þetta er ritað, en mótið hófst á Riviera í Kaliforníu fyrr í kvöld. DJ lék 1. hring á 5 undir pari, 66 höggum og fékk 6 fugla og 1 skolla. Sjá má viðtal við Dustin eftir hringinn góða með því að SMELLA HÉR: Nokkrir eiga eftir að ljúka leik þ.á.m. JB Holmes sem líka er á 5 undir pari, en á 5 holur eftir óspilaðar og gæti því staðan enn breyst – en þó afar fáir aðrir sem ógna 1. sæti DJ. Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust Open eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess Lesa meira
GR: Sigríður og Svanhildur efstar eftir 5. púttmótið
Kvennanefnd GR greindu svofellt frá 5. púttmóti GR kvenna, sem fram fór í gær, miðvikudaginn 12. febrúar 2014: „Það var frábær stemmning á fimmta púttkvöldi GR kvenna þennan veturinn. Rúmlega 100 konur mættar til leiks og allar í banastuði. Mikið hlegið og skrafað að ekki sé talað um púttað. Flott skor og hart er barist á toppnum. Það er gaman að segja frá því að þær stöllur Svanhildur og Sigríður, sem hafa skipst á að vera á toppnum síðustu vikurnar eru nú jafnar í fyrsta sæti á 118 höggum eftir fimm hringi. Allt getur gerst því fast að þeim koma margir góðir pútterar sem geta auðveldlega slegist í toppbaráttuna. Lesa meira
Evróputúrinn: Santos efstur á 62 höggum – Myndskeið frá hápunktum 1. dags Africa Open
Portúgalinn Ricardo Santos átti glæsihring á Africa Open á Eastern Cape í Suður-Afríku í dag og situr í efsta sæti eftir 1. dag. Santos lék á 9 undir pari, 62 höggum í East London golfklúbbnum, þar sem mótið fer fram. Santos sem var nýliði ársins á Evrópumótaröðinni 2013 eftir sigur á Madeira Islands Open, skilaði „hreinu skorkorti“ þ.e. með 9 fuglum og engum skollum og er 2 höggum á eftir þeim sem deila 2. sætinu: Garth Mulroy, (sem þegar var kominn í forystu snemma dags s.s. Golf 1 greindi frá) Rhys Davies, Richard Bland og Lucas Bjerregaard. Eftir frábæran hring sinn sagði Santos m.a.: „Ég spilaði pottþétt golf í dag og gaf Lesa meira
Samstarfi Westy og Foley lokið
Westy eða m.ö.o. Lee Westwood þarf að leita sér að nýjum sveifluþjálfara en hann tilkynnti að samstarf sitt við Sean Foley væri lokið. Westwood hafði aðeins unnið með Foley, sem m.a. þjálfar Tiger Woods og Justin Rose, frá því fyrir síðasta Opna breska á Muirfield, þar sem hann lenti í 3. sæti. Síðan þá hefir hann aðeins 1 sinni orðið meðal efstu 10 á Evrópumótaröðinni og sigraði aldrei árið 2013 og hefir farið úr topp-10 á heimslistanum niður í 33. sæti. Westwood hóf árið 2014 slælega þ.e. varð í 47. sæti á Farmers Insurance Open á PGA Tour og komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð á Waste Management Phoenix Open. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Michael Hoey ——– 13. febrúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er kylfingurinn Michael Hoey, en hann fæddist í Ballymoney á Norður-Írlandi, 13. febrúar 1979 og er því 35 ára í dag. Hoey gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 12 árum, 2002. Hoey býr í Templepatrick, á Norður-Írlandi og er félagi í Galgorm Estate golfklúbbnum. Hann er kvæntur eiginkonu sinni Bev (frá árinu 2011) og þau eiga saman Erin (f. 2013). Hoey hefir sigrað 8 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 5 sinnum á Evrópumótaröðinni og 4 sinnum á Áskorendamótaröðinni (eitt mót var sameiginlegt mót Evrópumótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar). Eitt virtasta mót sem Hoey hefir sigrað til dagsins í dag er Alfred Dunhill Links Championship, en það mót vann hann árið 2011. Það ár Lesa meira









