Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2014 | 20:00

Svifnökkvi Bubba til sölu hjá Hammacher Schlemmer

Golfsvifnökkvi Bubba Watson, sem margir kalla orðið Bubbacraft er til sölu á $ 58.000  (u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna stykkið) hjá bandaríska sölufyrirtækinu Hammacher Schlemmer.

Þar sem hér á landi rignir oft er synd að nökkvinn sé ekki til sölu hér (en reyndar yrði slíkur golfsvifnökkvi líklegast ansi dýr í endursölu, því með hefðbundinni álagningu færi verðið aldrei undir 8 milljónir!)

Bubbacraft svifnökkvast yfir sandglompur sem vatnshindranir golfvalla jafnauðveldlega og yfir golfbrautir og karga.

Í nökkvanum er 65-hp twin-cylindra Hirth vél og hann veldur engum skemmdum á grasi golfvalla.

Golfsvifnökkra Bubba (Bubbacraft) er hægt að bakka á allt að 25mílur/klst hraða, en hann er eini nökkvinn í heiminum sem getur það.

Windy Knoll golfvöllurinn í Ohio er fyrsti golfvöllurinn þar sem hægt er að leigja sér golfsvifnökkva, en þar er aðeins einn hnökri  Aðeins þjálfaðir kaddýar mega keyra honum – og það að leigja nökkvann með kylfubera kostar $175 (u.þ.b. 21.000 í íslenskra krónur) per hring!