Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn í 36. sæti e. 2. dag Seminole Match Up

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og golflið Furman háskóla taka þátt í Seminole Match Up, sem fram fer á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída. Mótið stendur dagana 14.-16. febrúar og þátttakendur eru 60 frá 11 háskólum. Ingunn tekur bara þátt í einstaklingskeppninni.   Hún er búin að spila fyrstu tvö hringina á samtals 11 yfir pari, 155 höggum  (78 77). Ef Ingunn tæki þátt í liðakeppninni væri hún á 4. besta skori liðs Furman, en skor hennar er mun betra en þeirra sem keppa f.h. Furman og eru í 4. og 5. sæti og væri lið Furman því ofar á skortöflunni hefði Ingunn keppt fyrir skólann. Lokahringurinn fer fram í kvöld. Til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2014 | 09:55

Tiger áhyggjulaus þó árið byrji illa

Árið hefir ekkert byrjað neitt sérlega glæsilega hjá Tiger; hann komst ekki í gegnum 2. niðurskurðinn á Torrey Pines eftir að hann var á 79 höggum á laugardeginum, en á Torrey Pines hefir hann sigrað 8 sinnum á ferlinum.  Og síðan varð hann bara í 41. sæti í Dubai, þar sem hann hefir sigrað tvisvar og aldrei verið neðar en í 20. sæti.   Tiger tjáði sig nú nýlega um þessa arfaslöku byrjun á árinu: „Ég tók mér mikið frí í vetur til þess að undirbúa tímabilið sem verður langt. Það tók mig 3 hringi í San Diego og 3 hringi í Dubai þar til ég fór í gang.“ „Ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2014 | 09:30

PGA: Frábær fugl Furyk og örn Tringale á 3. hring Northern Trust – Myndskeið

Jim Furyk notaði landslagið til þess að setja niður fugl með chippi af 40 yarda (37,5 metra færi) á Northern Trust Open í gær. Þetta gerðist á 3. hring á par-3 6. holunni á Riviera. Til þess að sjá fuglinn frábæra hjá Furyk SMELLIÐ HÉR:  Höggið góða var þó aðeins annað af tveimur flottustu höggum 3. hrings – örn Cameron Tringale á 9. holu er líka ótrúlega flottur SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2014 | 09:00

LPGA: Karrie Webb sigraði á Women´s Australia Open

Það var heimakonan, ástralska golfdrottningin Karrie Webb sem sigraði á ISPS Handa Women´s Australia Open. Hún lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (71 69 68 68). Karrie er fædd í Ayr í Queensland, Ástralíu, en býr í dag á Boynton Beach í Flórída.  Hún er fædd 21. desember 1974 og var því 39 ára 1 mánaða og 25 daga gömul þegar hún sigraði í mótinu, gegn sér meira en helmingi yngri keppendum á stundum. Karrie gerðist atvinnumaður í golfi 1994 og er því búin að vera að í 20 ár. Þetta er 40. sigur henna á LPGA og fyrsti sigur hennar frá því í ShopRite mótinu 2013.  Fyrir sigurinn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2014 | 08:00

PGA: McGirt í forystu á Riviera fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það er bandaríski kylfingurinn William McGirt, sem leiðir eftir 3. dag á Riviera í Kaliforníu, þar sem Northern Trust mótið fer fram. Hann er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 201 höggi  (69 67 65). Á hæla hans koma landar hans George McNeil  og  Charlie Beljan, tveimur höggum á eftir, hvor. Í 4. sæti eru Jason Alred og Brian Harman, á samtals 9 undir pari, hvor eða 3 höggum á eftir McGirt. Allt eru þetta fremur óþekkt nöfn í 5 efstu sætunum. Það er ekki fyrr en í 6.-12..sæti sem sjást þekktari nöfn á við Jordan Spieth, Dustin Johnson, Bubba Watson, Cameron Tringale, Charl Schwartzel,  Jimmy Walker, og forystumanninn í hálfleik Sang-Moon Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 20:55

Golfgrín á laugardegi

Vampíra slangrar eftir götunni á hjóli. Á gatnamótum er hún stöðvuð af lögreglunni. Lögreglan: „Hefirðu verið að drekka?“ Vampíran svaraði: „Já, tvo kylfinga.“          

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 15:20

Evróputúrinn: Grillo í forystu fyrir lokahring Africa Open

Það er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo, sem leiðir eftir 3. dag Africa Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og Sólskinstúrnum að þessu sinni. Grillo átti stórglæsilegan hring í dag upp á 62 högg, þar sem hann fékk Samtals er Grillo búinn að spila á 20 undir pari, 193 höggum (68 63 62). Tveimur höggum á eftir Grillo í 2. sæti er Englendingurinn Oliver Fisher á samtals 18 undir pari, 195 höggum (66 63 66) og þriðja sætinu deila 3 kylfingar: Thomas Aiken frá Suður-Afríku, Englendingurinn Richard Bland og Bandaríkjamaðurinn John Hahn, allir á 16 undir pari, 4 höggum á eftir Grillo. Til þess að sjá stöðuna á Africa Open eftir 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 15:00

Afmæliskylfingar dagsins: Eyþór Hrafnar og Þórdís Rögnvalds – 15. febrúar 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru Eyþór Hrafnar Ketilsson og Þórdís Rögnvaldsdóttir. Bæði eru þau fædd 15. febrúar 1996 og eru því 18 ára í dag. Eyþór Hrafnar er í Golfklúbbi Akureyrar (GA) og Þórdís er í Golfklúbbinum Hamri á Dalvík (GHD). Komast má á facebook síðu Eyþórs Hrafnars og Þórdísar hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið Eyþór Hrafnar Ketilsson (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið! ) Þórdís Rögnvaldsdóttir  (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið! ) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg (leikkona betur þekkt sem Jane Seymour) 15. febrúar 1951 (63 ára);   Lee Anne Pace 15. febrúar 1981 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 13:00

GR: Unglingarnir í æfingaferð á Spáni

Hópur unglinga í GR er nú á leið í æfingaferð til Spánar. Eftirfarandi myndir voru teknar af þeim meðan að þau biðu eftir flugi til Malaga frá London:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 12:30

Tvífari Tiger ákærður

Hinn Harvardmenntaði Canh Oxelson, 42 ára er einn þekktasti tvífari Tiger Woods og meðan Tiger var á hátindi ferils síns og reyndar allan s.l. áratug tók Oxelson allt að $ 3000 (eða u.þ.b. 400.000 íslenskra króna) fyrir að troða upp á ýmsum golfmótum eða öðrum golfsamkundum, sem tvífari Tigers. Nú hefir Oxelson verið ákærður fyrir hótun um að senda nektarmyndir af fyrrum kærustu sinni til vinnuveitenda hennar. Fyrrum kærasta Canh, Minochy Delanoi, 28 ára, sem er  hjúkrunarfræðingur við Langone Medical Center við New York háskóla fékk hótunar-sms frá Canh 3. febrúar s.l. með nektarmyndum af henni í viðhengi, eftir að hún batt enda á 6 mánaða samband þeirra. Þar sagði Canh m.a.: „Gangi Lesa meira