Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 08:00

PGA: Sang-Moon Bae leiðir á Northern Trust – Hápunktar 2. dags

Það er Sang-Moon Bae, sem leiðir eftir 2. dag á Riviera í Kaliforníu, þar sem Northern Trust mótið fer fram.

Hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 133 höggum (67 66).

Á hæla hans koma Aaron Baddeley frá Ástralíu og Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus, aðeins 1 höggi á eftir, hvor.

Einn í 4. sæti er síðan Charlie Beljan á samtals 7 undir pari og 5. sætinu deila síðan forystumaður 1. dags, Dustin Johnson og Jim Furyk, Brian Harman og William McGirt; allir á samtals 6 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Northern Trust SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Northern Trust SMELLIÐ HÉR: