Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2014 | 10:30

Tiger sögur eru bestar

Það ætti að vera til vefsíða sérstaklega helguð sögum um Tiger Woods.  Þær valda sjaldnast vonbrigðum og þessi, sem fyrrum liðsfélagi Tiger í Stanford, Conrad Ray, (sem nú þjálfar við Stanford) og sögð er í Golf Digest er ekkert öðruvísi:

„Nokkrum mánuðum eftir að Tiger fór frá Stanford 1996, sagði fyrrum liðsfélagi hans Jake Poe mér þessa sögu, um dag, þar sem Tiger, sem hélt á dræver, var á öðrum enda Stanford æfingasvæðisins u.þ.b. 60 yarda (55 metra) í burtu og gekk Tiger í áttina til hans.“

„Hann var að horfa á mig“ sagði Poe „og ég sló með 4-járninu mínu að honum og boltinn sveif í átt að fótum hans. Hann var enn  á hreyfingu á ágætis hraða og allt í einu tekur hann fulla sveiflu og slær boltann minn (sem ég var áður búinn að slá í áttina að honum) um 290 yarda (265 metra), alveg fullkomlega þráðbeint.  Þetta er líklega besta högg sem ég hef nokkru sinni séð.  Allt var á hreyfingu, hann, boltinn allt. Alveg ótrúlegt.“ Það er eins og hann hafi fæðst á jörðina til þess að slá golfbolta.

Athugum eitt andartak og gerum ráð fyrir að Poe sé svolítið að ýkja eða Ray sé að mistúlka atriði eða tvö um það sem Poe sagði honum. Þetta er samt enn  ótrúleg saga.  Hvað ef boltinn fór aðeins 240 yarda (219 metra)? Hvað með það, hann (Tiger) var enn á hreyfingu/þ.e. göngu og sló boltann sem kom svífandi að honum með dræver.

Tiger sögur eru einfaldlega bestar!