Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 15. 2014 | 08:40

LPGA: Choi og Lee leiða – Ko komin í 3. sætið e. 3. daginn á Women´s Australia Open

Það eru suður-kóreanski kylfingurinn Chella Choi og heimakonan Minjee Lee frá Ástralíu, sem leiða eftir 2. dag ISPS Handa Women´s Australia Open.

Báðar eru þær búnar að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum; Choi (70 71 62) og Lee (66 67 68).

Hin 16 ára Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi hækkar sig um 1 sæti frá gærdeginum og er komin í 3. sætið, en er 2 höggum á eftir forystukonunum á 11 undir pari, 205 höggum og forystukona 1. dags, norska frænka okkar Suzann Pettersen,  er nú í 4. sæti enn öðru höggi á eftir.

Forystukonan í hálfleik Caroline Hedwall hrundi niður skortöfluna eftir slælegan hring upp á 74 högg, en það skor mátti sín t.a.m. lítið á móti glæsihring Chellu Choi upp á 62 högg.  Caroline er ein af 8 kylfingum, sem deila 5. sætinu á samtals 9 undir pari (4 höggum á eftir Choi og Lee og ekki öll nótt úti enn hjá henni að henni takist að vinna upp bilið, þótt erfitt verði!)

Það stefnir í gríðarspennandi lokahring á morgun hjá konunum í Ástralíu!

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring (þ.e. eftir 3. dag) ISPS Handa Women´s Australia Open SMELLIÐ HÉR: